Mál númer 202103136
- 19. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #783
Tillaga nafnanefndar um nafn á nýjum skóla lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1488. fundar bæjarráðs samþykkt á 783. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. maí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1488
Tillaga nafnanefndar um nafn á nýjum skóla lögð fram til afgreiðslu.
Fyrirliggjandi niðurstaða nafnanefndar samþykkt með þremur atkvæðum. Niðurstaðan verður kynnt með formlegum hætti fimmtudaginn 6. maí kl. 12.00 við Varmárskóla.
- 24. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #779
Nafnasamkeppni vegna heiti á nýjum grunnskóla.
Afgreiðsla 1480. fundar bæjarráðs samþykkt á 779. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. mars 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1480
Nafnasamkeppni vegna heiti á nýjum grunnskóla.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að yngri deild 1.-6. bekkjar beri nafnið Varmárskóli.
Bæjarráðs samþykkir með þremur atkvæðum að efnt verði til nafnasamkeppni um nafn á nýjum skóla fyrir eldri deildir í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að nafnanefnd verði skipuð í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði. Samþykkt er að skipa Bjarka Bjarnason, bæjarfulltrúa V-lista og Önnu Sigríði Guðnadóttur, bæjarfulltrúa S-lista, sem fulltrúa bæjarráðs í nafnanefndina og Birgi D. Sveinsson, fyrrverandi skólastjóra sem fulltrúa samfélagsins. Jafnframt samþykkt að óskað verði eftir tilnefningum úr skólanum, ritari nefndarinnar verði skólastjóri eldri deildar.