Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. apríl 2021 kl. 16:15,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Sturla Sær Erlendsson formaður
  • Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
  • Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
  • Andrea Jónsdóttir aðalmaður
  • Branddís Ásrún Pálsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heilsu­efl­ing eldri borg­ara202010258

    Á fund nefndarinnar mætir Valdimar Gunnarsson framkvæmdarstjóri UMSK og Eva Katrin verkefnastjóri verkefnisins Virkni og vellíðan sem er samstarfsverkefni íþróttafélaganna þriggja í Kópavogi Gerplu, HK og Breiðabliks og Kópavogsbæjar.

    Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar fyr­ir grein­ar­góða kynn­ingu á verk­efn­inu Virkni og vellíð­an sem er sam­starfs­verk­efni íþrótta­fé­laga í Kópa­vogi. Verk­efn­ið hef­ur far­ið hæg­ar af stað en von­ast var til þar sem Covid hef­ur sett strik í reikn­ing­inn. Í sam­an­tekt íþrótta­full­trúa má sjá að í Mos­fells­bæ fer fram fjöl­breytt íþrótta- og tóm­stundat­starfi eldri borg­ara. Fjöl­mörg fé­lög og einka­að­il­ar koma að starf­inu í góðri sam­vinnu við Mos­fells­bæ eins og fé­lags­st­arf eldri borg­ara og íþróttamið­stöðv­ar. Mos­fells­bær styð­ur við allt tóm­stunda- og íþrótt­ast­arf með frí­stunda­á­vís­un og að­stöðu fyr­ir eldri borg­ara. Starf­ið er í mik­illi grósku þó vissu­lega setji COVID mark sitt á fram­kvæmd­ina. Starf­ið er fjöl­breytt og kem­ur til móts við fjöl­breytt­ar þarf­ir 60 ára og eldri íbúa Mos­fells­bæj­ar.
    Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd stefn­ir að því að fylgjast með og sjá hvern­ig verk­efn­ið Virkni og vellíð­an þró­ast í kom­andi fram­tíð.

    Gestir
    • Valdimar Gunnarsson framkvæmdarstjóri UMSK og Eva Katrin verkefnastjóri verkefnisins, Virkni og vellíðan
Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35