8. apríl 2021 kl. 16:15,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Sturla Sær Erlendsson formaður
- Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Andrea Jónsdóttir aðalmaður
- Branddís Ásrún Pálsdóttir aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heilsuefling eldri borgara202010258
Á fund nefndarinnar mætir Valdimar Gunnarsson framkvæmdarstjóri UMSK og Eva Katrin verkefnastjóri verkefnisins Virkni og vellíðan sem er samstarfsverkefni íþróttafélaganna þriggja í Kópavogi Gerplu, HK og Breiðabliks og Kópavogsbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á verkefninu Virkni og vellíðan sem er samstarfsverkefni íþróttafélaga í Kópavogi. Verkefnið hefur farið hægar af stað en vonast var til þar sem Covid hefur sett strik í reikninginn. Í samantekt íþróttafulltrúa má sjá að í Mosfellsbæ fer fram fjölbreytt íþrótta- og tómstundatstarfi eldri borgara. Fjölmörg félög og einkaaðilar koma að starfinu í góðri samvinnu við Mosfellsbæ eins og félagsstarf eldri borgara og íþróttamiðstöðvar. Mosfellsbær styður við allt tómstunda- og íþróttastarf með frístundaávísun og aðstöðu fyrir eldri borgara. Starfið er í mikilli grósku þó vissulega setji COVID mark sitt á framkvæmdina. Starfið er fjölbreytt og kemur til móts við fjölbreyttar þarfir 60 ára og eldri íbúa Mosfellsbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd stefnir að því að fylgjast með og sjá hvernig verkefnið Virkni og vellíðan þróast í komandi framtíð.Gestir
- Valdimar Gunnarsson framkvæmdarstjóri UMSK og Eva Katrin verkefnastjóri verkefnisins, Virkni og vellíðan