8. desember 2020 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Akurholt 21 - stækkun húss202010240
Skipulagsnefnd samþykkti á 525. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með dreifibréfi sem borið var út í Akurholt 15, 17, 19, 20, 21 og Arnartanga 40. Athugasemdafrestur var frá 02.11.2020 til og með 02.12.2020. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnta tillögu, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum.