29. október 2020 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Heiða Ágústsdóttir Garðyrkjustjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar200811187
Lögð fram stöðuskýrsla verkefnisstjóra stikaðra gönguleiða. Ævar Aðalsteinsson verkefnastjóri og fulltrúi Mosverja kemur á fundinn.
Ævar Aðalsteinsson verkefnastjóri stikaðra gönguleiða kom á fundinn og sagði frá stöðu verkefnisins.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir kynningu og hvetur til áframhaldandi stuðnings við verkefnisinð. Nefndin vill undirstrika mikilvægi útivistarsvæða sem lýðheilsumáls sér í lagi á tímum sem þessum, sérstaklega þar sem áhugi og notkun gangandi og hjólandi vegferanda hefur margfaldast.2. Refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ 2019-2020202010241
Samantektir veiðiskýrslna fyrir refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ til ársins 2020 lagðar fram til kynningar
Samantektir refa- og minkaveiða í Mosfellsbæ 2019-2020 lagðar fram til kynningar.
3. Gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ201912163
Lagðar fram samþykktar stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ, sem samþykktar voru þann 28. september 2020 og eru auglýstar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Lagt fram til kynningar
- FylgiskjalGreinargerð - athugasemdir á kynningartíma_Tungufoss.pdfFylgiskjalAðgerðaáætlun Tungufoss.pdfFylgiskjalstjórnunar og verndaráætlun Tungufoss.pdfFylgiskjalGreinargerð - athugasemdir á kynningartíma_Álafoss.pdfFylgiskjalAðgerðaráætlun Álafoss.pdfFylgiskjalstjórnunar og verndaráætlun Álafoss.pdf
4. Mosfellsheiði - Matsáætlun umhverfisáhrifa af 200 MW vindorkugarði202009514
Skipulagsstofnun hefur auglýst á vef sínum tillögu að matsáætlun umhverfisáhrifa fyrir vindorkugarð á Mosfellsheiði. Zephyr Iceland ehf. leggur fram áætlunina sem unnin er af verkfræðistofunni Mannvit. Garðurinn er ekki innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar, en matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum var opin til umsagnar, en ekki sérstaklega send á Mosfellsbæ
Umhverfisnefnd tekur undir bókun skipulagsnefndar um málið og felur umhverfisstjóra að senda hana til Skipulagsstofnunar.
Mosfellsbær vill benda á beina hagsmuni sína að áætluðum vindorkugarði á Mosfellsheiði. Staðsetning er áætluð á svæði sem skiptist milli þriggja sveitarfélaga og dregur nafn sitt af helsta kennileiti Mosfellsbæjar, Mosfelli. Bent skal á að fyrirhugaður vindorkugarður, bæði innan landsvæðis Sveitarfélagsins Ölfuss og Grímsnes- og Grafningshrepps, er alveg við sveitarfélagamörk Mosfellsbæjar. Umhverfisnefnd vill því einnig nefna að á seinni stigum er Mosfellsbær lögbundinn umsagnaraðili skipulagsáætlana, bæði aðal- og deiliskipulags beggja sveitarfélaga sökum nálægð við sveitarfélagamörk, skv. 30. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mosfellsbær óskar því eftir að vera upplýstur um stöðu mála á öllum stigum og vera hluti upptalinna umsagnar og hagsmunaaðila. Einnig harmar Mosfellsbær að hafa ekki verið hluti þeirra hagsmunaaðila sem fengu tilkynningu um að vinna við mat á umhverfisáhrifum væri hafin eins og fram kemur í tillögu. Þar með hefðu drög til yfirlestrar mátt berast vegna augljósrar landfræðilegrar legu og hagsmuna bæjarins. Sveitarfélagið vill leggja áherslu á að við ákvörðunartöku um vindorkugarð á Mosfellsheiði verði litið til sjónarmiða um sjónmengun á heiðinni, skerðingu á gæðum útivistarsvæðis og sögulegri staðsetningu gamla Þingvallavegarins. Framkvæmdin mun hafa veruleg áhrif á landslagsheildir á heiðinni. Sveitarfélagið gerir þó ekki efnislega athugasemd við auglýsta tillögu að matsáætlun að svo stöddu þó óskað sé eftir að lögð sé áhersla á mat sýnilegra áhrifa fyrirætlana.5. Beitarhólf í Mosfellsbæ 2020202010315
Kynning á fyrirkomulagi beitarhólfa í Mosfellsbæ ásamt erindi Hestamannafélagsins Harðar um beitarhólf á Leirvogstungumelum
Lagt fram til kynningar, umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
6. Skógræktaráætlun Lakheiði og Lækjabotna - Beiðni um umsögn202010247
Skógræktaráætlun Kópavogsbæjar fyrir Lakheiði í Lækjarbotnum send hagsmunaaðilum til umsagnar. Mosfellsbær á landsvæði sem liggur að svæðinu. Frestur til að skila inn ábendingum og umsögnum er til og með 13. nóvember 2020.
Lagt til kynningar, umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir og felur umhverfisstjóra að svara erindinu.