Mál númer 202009189
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Þórhildur Elfarsdóttir kynnir tilraunaverkefni í Kvíslarskóla um seinkun skólasdags.
Afgreiðsla 393. fundar fræðslunefndar samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. ágúst 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #393
Þórhildur Elfarsdóttir kynnir tilraunaverkefni í Kvíslarskóla um seinkun skólasdags.
Á fundi fræðslunefndar þann 9. september 2020 var lögð fram tillaga frá SAMMOS (Samtök foreldrafélaga í Mosfellsbæ) um að seinka skólabyrjun á morgnana í unglingadeildum, í þeim tilgangi að koma til móts við svefnþörf unglinga. Tillögunni var vísað til fræðslu- og frístundasvið til umsagnar og úrvinnslu.
Nýstofnaður Kvíslarskóli verður með tilraunaverkefni á þessu skólaári þar sem skóli hefst kl. 8:30. Verkefninu verður fylgt eftir með könnun til foreldra og barna í haust. Fræðslunefnd fagnar verkefninu og mun fylgjast með framvindu þess. - 16. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #767
Tillaga að breytingum á stundatöflu í unglingadeild Lágafellsskóla og Varmárskóla
Afgreiðsla 380. fundar fræðslunefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. september 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #380
Tillaga að breytingum á stundatöflu í unglingadeild Lágafellsskóla og Varmárskóla
Fræðslunefnd þakkar Sammos fyrir erindið og vísar því til fræðslu- og frístundasviðs til umsagnar og úrvinnslu.