11. júní 2020 kl. 16:15,
Bókasafni Mosfellsbæjar
Fundinn sátu
- Sturla Sær Erlendsson formaður
- Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Andrea Jónsdóttir aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Magnús Sverrir Ingibergsson áheyrnarfulltrúi
- Branddís Ásrún Pálsdóttir aðalmaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsóknir um styrk til efnilegra ungmenna sumarið 2020202003460
Afhending styrkja til ungra og efnilegra ungmenna fyrir sumarið 2020
Á fund nefndarinnar mættu styrkþegar sumarsins 2020 með gestum. Formaður nefndarinnar bauð þau velkomin og óskaði þeim til hamingju og velfarnaðar fyrir hönd Mosfellsbæjar.
2. Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar201810279
Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar - fundagerð 9. fundar
Fundagerð lögð fram og kynnt.
3. Upplýsingar frá íþrótta- og tómstundafélögum201305172
Upplýsingar frá íþrótta- og tómstundafélögum vegna ársins 2019.
Lögð fram gögn frá íþrótta og tómstundafélögum. Enn eru gögn að koma inn. þau gögn verða sett inn um leið og þau berast og nefndarfólk látið vita þegar að öll gögn hafa borist.
4. Ársyfirlit íþróttamiðstöðva 2019202005345
Ársyfirlit íþróttamiðstöðva v/2019
Ársyfirlit íþróttamiðstöðva vegna 2019 lögð fram. Íþróttafulltrúi kynnti skýrsluna og svaraði spurningum.
5. Styrkbeiðni frá Hvíta Riddaranum202005287
Hvíti Riddarinn. beiðni um styrk
Styrkbeiðni frá Hvíta riddaranum. Íþrótta og tómstundanefnd frestar málinu. Nenfdin óskar eftir að fulltrúar félagsins komi á næsta fund nefndarinnar.