10. október 2019 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sturla Sær Erlendsson formaður
- Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Magnús Sverrir Ingibergsson áheyrnarfulltrúi
- Branddís Ásrún Pálsdóttir aðalmaður
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davísðdóttir Tómstundafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins200711264
Reglur vegna kjörs íþróttakarls og konu ársins yfirfarnar.
kjör íþróttakonu og íþróttakarls
Umgjörð og reglur varðandi kjör á íþróttakonu og íþróttakarli Mosfellsbæjar ræddar og yfirfarnar.
Formanni og starfsmsmönnum nefndarinnar falið að yfirfara reglur og umgjörð í samræmi við umræður á fundinum.
2. Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ. Fundir íþrótta- og tómstundanefndar með félögum.201910092
Á fund nefndarinnar mæta að þessu sinni forsvarsmenn þessara félaga : 17:00 Íþróttafélagið Ösp, 17:30 Hestamannfélagið Hörður, 18:00 UMFA, 18:30 Skátafélagið Mosverjar
Frá Íþróttafélaginu Ösp mætti á fundinn Ólafur Ólafursson og kynnti starf íþróttafélagsins. í því eru um 200 einstaklingar 17 úr Mosfellsbæ. Bæklingur í fylgiskjali.
Hestamannafélagið Hörður. Á fundinn mætti formaður hestamannafélagsins Hákon Hákonarson og Haukur Níelsson úr stjórn félagsins.
Þeir kynntu starfsemi félagsins. gríðalega mikið starf fyrir börn og unglinga. Mikill blómi í æskulýðsstarfinu.
UMFA. Frestað vegna starfsdags félagsins.Skátafélagið Mosverjar Eiríkur mætti á fundinn og kynnti starfsemi skátafélagsins. Mikið og gott starf hjá Mosverjum.