17. september 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskydusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um stuðningsþjónustu201909191
Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um stuðningsþjónustu skv. l.nr. 40/1991
Drög að leiðbeiningum um stuðningsþjónustu fyrir sveitarfélög samkvæmt lögum nr. 40/1991 ásamt umsögn samráðshóps um velferðarþjónustu í Kraganum kynnt.
Í ljósi þess að fyrirliggjandi drög uppfylla að mati nefndarinnar ekki ákvæði 26. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 um framkvæmd stuðningsþjónustu, þá beinir fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar þeim tilmælum til félagsmálaráðuneytisins að hraðað verði vinnu við leiðbeiningar um framkvæmd stuðningsþjónustu. Lögð er áhersla á að í leiðbeiningunum séu vel skilgreind mörk stuðningsþjónustu og heilbrigðisþjónustu.
2. Ósk félagsmálaráðuneytisins um móttöku flóttafólks árið 2019201905018
Móttaka flóttafólks í Mosfellsbæ árið 2019
Hulda Rútsdóttir verkefnastjóri móttöku flóttafólks kynnti stöðu mála.
Gestir
- Hulda Margrét Rútsdóttir verkefnastjóri móttöku flóttafólks
- FylgiskjalBréf frá félagsmálaráðuneyti til bæjarstjóra um ellefta flóttamanninn.pdfFylgiskjalMóttaka flóttafólks, bókun bæjarráðs Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalMóttaka flóttafólks, erindi frá félagsmálaráðuneytinu.pdfFylgiskjalMinnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.pdfFylgiskjalSvar við fyrirspurn vegna beiðni um móttöku flóttafólks.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
3. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1292201909018F
Fundargerð 1292 trúnaðarmálafundar lögð fyrir 285. fund fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.