14. maí 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ljósleiðari í dreifbýli201802204
Lögð fram niðurstaða úr útboði vegna ljósleiðaratengingar í dreifbýli í Mosfellsbæ
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarstjóra verði falið að ganga til samninga við Mílu um uppbyggingu og rekstur ljósleiðarakerfis í dreifbýli í Mosfellsbæjar í samræmi við skilmála útboðsins.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
2. Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2020 til félaga og félagasamtaka.202003415
Tillaga um styrki til greiðslu fasteignaskatts 2020 á grundvelli reglna um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita styrki skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka þannig að veittur sé styrkur fyrir 90% af fasteignaskatti, þó að hámarki kr. 900.000 til hvers félags. Þau félög sem veitt verði styrkur á árinu 2019 eru Flugklúbbur Mos, Rauði krossinn í Mosfellsbæ, Kiwanisklúbburinn Geysir og Skátafélagið Skjöldungur. Heildarfjárhæð styrkja er kr. 1.182.320.
3. Kortlagning og úttekt vegna mögulegrar notkunar á asbesti í húsnæði Mosfellsbæjar.201909164
Úttektarskýrsla Skimu ehf. lögð fyrir bæjarráð.
Á 1412. fundi bæjarráðs var samþykkt tillaga Miðflokksins um að unnin yrði úttekt á notkun á asbesti sem byggingarefni í húsnæði á vegum Mosfellsbæjar með sérstaka áherslu á leik- og grunnskóla. Á fundinum samþykkti bæjarráð að vísa tillögunni til umhverfissviðs
Mosfellsbæjar til umsagnar og afgreiðslu.Úttektarskýrsla Skimu ehf. var lögð fram til kynningar.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptasviðs
- Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
4. Lagning jarðstrengja yfir lóðina Laxnes 1 - samþykki Mosfellsbæjar óskað.202005081
Samþykki Mosfellsbæjar, sem eins eiganda að lóðinni Laxnes 1 (L123694) óskað fyrir lagningu strengs í jörðu í tengslum við að Orkuveita Reykjavíkur og Veitur hyggjast leggja strengi í jörðu í Mosfellsdal og reisa þar samdreifistöðvar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær veiti samþykki sitt sem eins eiganda að lóðinni Laxnes 1 (L123694) fyrir lagningu strengs í jörðu í tengslum við að Orkuveita Reykjavíkur og Veitur hyggjast leggja strengi í jörðu í Mosfellsdal og reisa þar samdreifistöðvar með því skilyrði að framkvæmdaraðila sé skylt að leita tilskilinna leyfa og umsagna vegna vatnsverndar.
5. Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi202004177
Uppfærð gögn - Minnkandi starfshlutfall og atvinnuleysi.
Uppfærðar upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fjölda sem nýtt hefur minnkandi starfshlutfall og upplýsingar um hlutfall atvinnuleysis lagðar fram.
6. Erindi frá starfsstjórn Reykjalundar.202005092
Starfsstjórn Reykjalundar leitar til Mosfellsbæjar um tilnefningu á einstaklingi í stjórn Reykjalundar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að taka erindi starfsstjórnar með jákvæðum hætti og samþykkir að bæjarstjóri Mosfellsbæjar verði tilnefndur í stjórn Reykjalundar.
7. Trúnaðarmál - starfsmannamál Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis202005097
Trúnaðarmál - starfsmannamál Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis
Málið lagt fram og kynnt og eftirfarandi bókun samþykkt með þremur atkvæðum bæjarráðs.
Af lögum um hollustuhætti og mengunareftirlit er skýrt að heilbrigðisnefnd er falið að ráða heilbrigðisfulltrúa, þ.á m. framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins. Af því leiðir jafnframt að heilbrigðisnefndin fer með aðrar ákvarðanir sem varða ráðningu starfsmanna, þ.á m. ákvörðun um starfslok.
Ákvarðanir heilbrigðisnefndar verða þó að rúmast innan þeirra fjárhagsáætlunar sem samþykkt hefur verið af bæjarstjórn, sbr. 46. gr. laganna. Bæjarráð leggur ríka áherslu á að við ákvörðun um ráðningar og starfslok starfsmanna Heilbrigðiseftirlitsins beri að gæta þeirra almennu reglna og sjónarmiða sem gilda um mannauðsmál sveitarfélaga. Við slíkar ákvarðanir er ennfremur lögð sérstök áhersla á að sjónarmið um góða stjórnsýsluhætti séu uppfyllt.
8. Umsagnarbeiðni Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbær Colas á eignum Drafnarfells.202005091
Umsagnarbeiðni Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar Colas á eignum Drafnarfells til fræsunar á malbiki - frestur til 14. maí nk.
Erindi Samkeppniseftirlitsins lagt fram.
9. Frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun - beiðni um umsögn202005078
Frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun - beiðni um umsögn fyrir 20. maí
Frumvarpið lagt fram.
10. Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir - beiðni um umsögn202005095
Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir - beiðni um umsögn fyrir 22. maí
Bæjarráð Mosfellsbæjar fagnar framkomnu frumvarpi um að stærri vegaframkvæmdir séu unnar sem samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir sérstakri ánægju með að framkvæmdir við Sundabraut séu hluti af þessu frumvarpi og hvetur yfirvöld til þess að farið verði strax af stað með vinnu við lagningu við Sundabraut sem er löngu tímabær. Bókun bæjarráðs verði send Alþingi.
11. Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum (skipt búseta barns)- beiðni um umsögn202005044
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum(skipt búseta barns)- beiðni um umsögn fyrir 26. maí
Frumvarpið lagt fram og samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs.
Næsti fundur bæjarráðs verður haldinn miðvikudaginn 20. maí kl. 7:30 vegna uppstigningardags. Samþykkt að fundarboð næsta fundar verði sent mánudaginn 18. maí.