Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. maí 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ljós­leið­ari í dreif­býli201802204

    Lögð fram niðurstaða úr útboði vegna ljósleiðaratengingar í dreifbýli í Mosfellsbæ

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­stjóra verði fal­ið að ganga til samn­inga við Mílu um upp­bygg­ingu og rekst­ur ljós­leið­ara­kerf­is í dreif­býli í Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við skil­mála út­boðs­ins.

    Gestir
    • Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • 2. Styrk­ir til greiðslu fast­eigna­skatts 2020 til fé­laga og fé­laga­sam­taka.202003415

    Tillaga um styrki til greiðslu fasteignaskatts 2020 á grundvelli reglna um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita styrki skv. regl­um um styrki til greiðslu fast­eigna­skatts til fé­laga og fé­laga­sam­taka þann­ig að veitt­ur sé styrk­ur fyr­ir 90% af fast­eigna­skatti, þó að há­marki kr. 900.000 til hvers fé­lags. Þau fé­lög sem veitt verði styrk­ur á ár­inu 2019 eru Flug­klúbb­ur Mos, Rauði kross­inn í Mos­fells­bæ, Kiw­anis­klúbbur­inn Geys­ir og Skáta­fé­lag­ið Skjöld­ung­ur. Heild­ar­fjár­hæð styrkja er kr. 1.182.320.

    • 3. Kort­lagn­ing og út­tekt vegna mögu­legr­ar notk­un­ar á asbesti í hús­næði Mos­fells­bæj­ar.201909164

      Úttektarskýrsla Skimu ehf. lögð fyrir bæjarráð.

      Á 1412. fundi bæj­ar­ráðs var sam­þykkt til­laga Mið­flokks­ins um að unn­in yrði út­tekt á notk­un á asbesti sem bygg­ing­ar­efni í hús­næði á veg­um Mos­fells­bæj­ar með sér­staka áherslu á leik- og grunn­skóla. Á fund­in­um sam­þykkti bæj­ar­ráð að vísa til­lög­unni til um­hverf­is­sviðs
      Mos­fells­bæj­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

      Út­tekt­ar­skýrsla Skimu ehf. var lögð fram til kynn­ing­ar.

      Gestir
      • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptasviðs
      • Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 4. Lagn­ing jarð­strengja yfir lóð­ina Lax­nes 1 - sam­þykki Mos­fells­bæj­ar óskað.202005081

      Samþykki Mosfellsbæjar, sem eins eiganda að lóðinni Laxnes 1 (L123694) óskað fyrir lagningu strengs í jörðu í tengslum við að Orkuveita Reykjavíkur og Veitur hyggjast leggja strengi í jörðu í Mosfellsdal og reisa þar samdreifistöðvar.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær veiti sam­þykki sitt sem eins eig­anda að lóð­inni Lax­nes 1 (L123694) fyr­ir lagn­ingu strengs í jörðu í tengsl­um við að Orku­veita Reykja­vík­ur og Veit­ur hyggjast leggja strengi í jörðu í Mos­fells­dal og reisa þar sam­dreif­i­stöðv­ar með því skil­yrði að fram­kvæmdarað­ila sé skylt að leita til­skil­inna leyfa og um­sagna vegna vatns­vernd­ar.

    • 5. Minnk­andi starfs­hlut­fall - At­vinnu­leysi202004177

      Uppfærð gögn - Minnkandi starfshlutfall og atvinnuleysi.

      Upp­færð­ar upp­lýs­ing­ar frá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um fjölda sem nýtt hef­ur minnk­andi starfs­hlut­fall og upp­lýs­ing­ar um hlut­fall at­vinnu­leys­is lagð­ar fram.

    • 6. Er­indi frá starfs­stjórn Reykjalund­ar.202005092

      Starfsstjórn Reykjalundar leitar til Mosfellsbæjar um tilnefningu á einstaklingi í stjórn Reykjalundar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að taka er­indi starfs­stjórn­ar með já­kvæð­um hætti og sam­þykk­ir að bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar verði til­nefnd­ur í stjórn Reykjalund­ar.

    • 7. Trún­að­ar­mál - starfs­manna­mál Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is202005097

      Trúnaðarmál - starfsmannamál Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis

      Mál­ið lagt fram og kynnt og eft­ir­far­andi bók­un sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um bæj­ar­ráðs.

      Af lög­um um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­eft­ir­lit er skýrt að heil­brigð­is­nefnd er fal­ið að ráða heil­brigð­is­full­trúa, þ.á m. fram­kvæmda­stjóra Heil­brigðis­eft­ir­lits­ins. Af því leið­ir jafn­framt að heil­brigð­is­nefnd­in fer með að­r­ar ákvarð­an­ir sem varða ráðn­ingu starfs­manna, þ.á m. ákvörð­un um starfslok.

      Ákvarð­an­ir heil­brigð­is­nefnd­ar verða þó að rúm­ast inn­an þeirra fjár­hags­áætl­un­ar sem sam­þykkt hef­ur ver­ið af bæj­ar­stjórn, sbr. 46. gr. lag­anna. Bæj­ar­ráð legg­ur ríka áherslu á að við ákvörð­un um ráðn­ing­ar og starfslok starfs­manna Heil­brigðis­eft­ir­lits­ins beri að gæta þeirra al­mennu reglna og sjón­ar­miða sem gilda um mannauðs­mál sveit­ar­fé­laga. Við slík­ar ákvarð­an­ir er enn­frem­ur lögð sér­stök áhersla á að sjón­ar­mið um góða stjórn­sýslu­hætti séu upp­fyllt.

      • 8. Um­sagn­ar­beiðni Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins vegna kaupa Mal­bik­un­ar­stöðv­ar­inn­ar Hlað­bær Colas á eign­um Drafnar­fells.202005091

        Umsagnarbeiðni Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar Colas á eignum Drafnarfells til fræsunar á malbiki - frestur til 14. maí nk.

        Er­indi Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins lagt fram.

      • 9. Frum­varp til laga um svæð­is­bundna flutn­ings­jöfn­un - beiðni um um­sögn202005078

        Frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun - beiðni um umsögn fyrir 20. maí

        Frum­varp­ið lagt fram.

      • 10. Frum­varp til laga um sam­vinnu­verk­efni um vega­fram­kvæmd­ir - beiðni um um­sögn202005095

        Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir - beiðni um umsögn fyrir 22. maí

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar fagn­ar fram­komnu frum­varpi um að stærri vega­fram­kvæmd­ir séu unn­ar sem sam­vinnu­verk­efni rík­is og einka­að­ila. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir sér­stakri ánægju með að fram­kvæmd­ir við Sunda­braut séu hluti af þessu frum­varpi og hvet­ur yf­ir­völd til þess að far­ið verði strax af stað með vinnu við lagn­ingu við Sunda­braut sem er löngu tíma­bær. Bók­un bæj­ar­ráðs verði send Al­þingi.

      • 11. Frum­varp til laga um breyt­ingu á barna­lög­um (skipt bú­seta barns)- beiðni um um­sögn202005044

        Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum(skipt búseta barns)- beiðni um umsögn fyrir 26. maí

        Frum­varp­ið lagt fram og sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs og fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs.

      Næsti fund­ur bæj­ar­ráðs verð­ur hald­inn mið­viku­dag­inn 20. maí kl. 7:30 vegna upp­stign­ing­ar­dags. Sam­þykkt að fund­ar­boð næsta fund­ar verði sent mánu­dag­inn 18. maí.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05