4. júlí 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) vara áheyrnarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka mál nr. 2 - Færsla vatnsbóls í Mosfellsdal, Veitur Mosfellsbæjar - 201903273 af dagskrá 1405. fundar bæjarráðs.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framtíðaraðstaða Skógræktarfélags Mosfellsbæjar201906421
Erindi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um framtíðaraðstöðu félagsins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar á grundvelli fyrirliggjandi bréfs og undirbúa tillögu til bæjarráðs um meðferð málsins.
2. Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum201611188
Ósk um heimild bæjarráðs til þess að bjóða út framkvæmdir við 1-2.áfanga framkvæmda við vatnstank í Úlfarsfellshlíðum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út framkvæmdir við 1.-2. áfanga framkvæmda við vatnstank í Úlfarsfellshlíðum á grunni fyrirliggjandi minnisblaðs.
3. Nöfn íþróttamannvirkja að Varmá201906417
Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir heimild til að hefja viðræður við aðila sem hafa áhuga á því að gera auglýsingasamning við félagið um nöfn íþróttamannvirkja að Varmá.
Bókun fulltrúa VG
Áheyrnarfulltrúi VG í bæjarráði telur það ekki góða þróun ef styrktarsamningur á milli Aftureldingar og einkafyrirtækis leiðir til nafnabreytingar á skóla- og íþróttamannvirkjunum á Varmá sem eru alfarið í eigu Mosfellsbæjar.Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Aftureldingar um fyrirkomulag merkinga á íþróttamannvirkjum og að niðurstaðan verði kynnt bæjarráð.
4. Fasteignamat 2020201906358
Bréf frá Þjóðskrá Íslands um fasteignamat ársins 2020.
Bókun fulltrúa C-lista
Fulltrúi Viðreisnar telur mikilvægt að gætt verði að því við ákvörðun fasteignagjalda næsta árs að hækkun á fasteignamati 2020 leiði ekki til hækkunar á álögum á íbúa og fyrirtæki Mosfellsbæjar.Bókun D- og V- lista
Eins og bæjarráðasmanni Viðreisnar er kunnugt hefur álagningarprósenta fasteignagjalda verið lækkuð undanfarin ár í Mosfellsbæ til að koma til móts við hækkun fasteignammats. Þetta hefur leitt til þess að íbúar bæjarins hafa ekki greitt hærri fastetignagjöld að raunvirði þrátt fyrir hækkun fasteignamatsins.
Þetta verður áfram leiðarljós meirihluta D- og V- lista við gerð næstu fjárhagsáætlunar.