Mál númer 201903119
- 3. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #736
Tillaga um úttekt á Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs og framkvæmdastjóri fræðslusviðs mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla 1391. fundar bæjarráðs samþykkt á 736. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. mars 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1391
Tillaga um úttekt á Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs og framkvæmdastjóri fræðslusviðs mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs lögð fram og rædd. Málið var efnislega afgreitt á 735. fundi bæjarstjórnar.
- FylgiskjalTillaga Viðreisnar um ítarlega úttekt á húsnæði Varmárskóla.pdfFylgiskjal1831-081-MIN-01-V01-Varmárskóli yngri og eldri deild - Innlit (1).pdfFylgiskjalMinnisblað Eflu Verkfræðistofu um Varmárskóla.pdfFylgiskjal1831-081-MIN-004-V02-Varmárskóli Skólabraut - rakavandamál verklokaskýrsla -22.02.2019.pdfFylgiskjalUmsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.pdf
- 20. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #735
Tillaga Viðreisnar um úttekt á húsnæði Varmárskóla
Tillaga fulltrúa D- og V- lista varðandi útttekt á rakaskemdum:
Fulltrúar D- og V- lista leggja til að umhverfissviði verði falið að láta framkvæma skoðun á öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar m.t.t. rakaskemda og hugsanlegs örveruvaxtar tengdum þeim. Ef fram koma merki um örveruvöxt í þeirri skoðun verði strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær.
Þrátt fyrir þær þrjár úttektir sem Efla hefur gert á húsnæði Varmárskóla og úrbætur í kjölfar þeirra eru enn uppi efasemdir í skólasamfélaginu í Mosfellsbæ um að nóg sé að gert. Því er mikilvægt að fyrsta verkefni tengt þessari skoðun verði að ráðast í heildstæða úttekt á Varmárskóla og mæla loftgæði þannig að ekki leiki vafi á að húsnæði skólans mæti kröfum sem gerðar eru til skólahúsnæðis.Fram kom breytingartillaga um að bæjarstjórn standi sameiginlega að tillögunni.
Tillagan ásamt breytingartillögunni er samþykkt með 9 atkvæðum 735. fundar bæjarstjórnar.
- 14. mars 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1390
Tillaga Viðreisnar um úttekt á húsnæði Varmárskóla
Fulltrúar D- og V- lista leggja til að erindinu verði vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og sú umsögn berist bæjarráði svo fljótt sem auðið er.
Tillaga fulltrúa M-lista:
Bæjarráð skal taka til atkvæðagreiðslu tillögu Viðreisnar.Þar sem tillaga fulltrúa D- og V lista lítur að meðferð málsins er gengið til atkvæða um hana.
Bókun fulltrúa M- lista:
Fyrir liggur fundinum tillaga sem fulltrúi Miðflokksins telur að eigi að taka til afgreiðslu eins efni hennar stendur til.Samþykkt með 2 atkvæðum að visa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og sú umsögn berist bæjarráði svo fljótt sem auðið er. Fulltrúi M- lista situr hjá.
Bókun fulltrúa M- lista:
Fulltrúi Miðflokksins óskaði eftir því að tillaga Viðreisnar yrði tekin fyrir og afgreidd á þessum fundi. Því var hafnað þrátt fyrir að fulltrúi Miðflokksins hafi lagt fram tillögu þess efnis að tillaga Viðreisnar yrði tekin fyrir skv. efni sínu. Mikilvægt er að flýta úttekt og skoðun á öllu húsnæði Varmárskóla vegna hættu á að mygla/örveruvöxtur sé víðar í húsnæði skólans en þar sem slíkt hefur áður greinst.Bókun C- lista:
Fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggur áherslu á að umhverfissvið vinni hratt að málinu þannig að nemendur og starfsmenn Varmárskóla viti að húsnæði skólans er ekki heilsuspillandi. Örveruvöxtur sem fundist hefur í skólanum hefur verið fjarlægður en mikilvægt er að klára úttekt á skólanum sem fyrst.Bókun D- og V- lista:
Tillaga Viðreisnar um úttekt á húsnæði Varmárskóla var afgreidd og vísað til umagnar umhverfissviðs og kemur aftur fyrir bæjarráð svo fljótt sem auðið er.
Viðgerðir og viðhald á Varmárskóla hafa verið í gangi og munu halda áfram eftir því sem þörf krefur.