14. mars 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra)201902001
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs
Lagt fram
2. Reykjahvoll 11 - athugasemdir við ástand húss og lóðar201903041
Reykjahvoll 11 - athugasemdir við ástand húss og lóðar. Undirskriftarlisti
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar heilbrigðiseftirlits og byggingarfulltrúa.
3. Gatnamót Reykja- og Hafravatnsvegar að strætóstöð og inn Reykjahvol201903043
Gatnamót Reykja- og Hafravatnsvegar að strætóstöð og inn Reykjahvol. Undirskriftarlisti
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs
4. Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar201903062
Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - umsögn óskast fyrir 20. mars
Lagt fram.
Bókun fulltrúa M- lista:
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ er jákvæður gagnvart þessari þingsályktunartillögu.
5. Samningur um yfirdráttarheimild.201903105
Samningur um yfirdráttarheimild á veltureikning hjá Íslandsbanka.
Samþykkt með 2 atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita fyrirliggjandi samning við Íslandsbanka um yfirdráttarheimild að fjárhæð allt að 500 m.kr. Fulltrúi M- lista situr hjá.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins getur ekki samþykkt yfirdráttarlán án nánari fjárhags- og tilsvarandi næmninsgreiningar og kynningu vegna þessarar lántöku. Því situr fulltrúi Miðflokksins hjá við þessa atkvæðagreiðslu.
Gestir
- Pétur J. Lockton Fjármálastjóri
6. Tillaga um úttekt á húsnæði Varmárskóla201903119
Tillaga Viðreisnar um úttekt á húsnæði Varmárskóla
Fulltrúar D- og V- lista leggja til að erindinu verði vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og sú umsögn berist bæjarráði svo fljótt sem auðið er.
Tillaga fulltrúa M-lista:
Bæjarráð skal taka til atkvæðagreiðslu tillögu Viðreisnar.Þar sem tillaga fulltrúa D- og V lista lítur að meðferð málsins er gengið til atkvæða um hana.
Bókun fulltrúa M- lista:
Fyrir liggur fundinum tillaga sem fulltrúi Miðflokksins telur að eigi að taka til afgreiðslu eins efni hennar stendur til.Samþykkt með 2 atkvæðum að visa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og sú umsögn berist bæjarráði svo fljótt sem auðið er. Fulltrúi M- lista situr hjá.
Bókun fulltrúa M- lista:
Fulltrúi Miðflokksins óskaði eftir því að tillaga Viðreisnar yrði tekin fyrir og afgreidd á þessum fundi. Því var hafnað þrátt fyrir að fulltrúi Miðflokksins hafi lagt fram tillögu þess efnis að tillaga Viðreisnar yrði tekin fyrir skv. efni sínu. Mikilvægt er að flýta úttekt og skoðun á öllu húsnæði Varmárskóla vegna hættu á að mygla/örveruvöxtur sé víðar í húsnæði skólans en þar sem slíkt hefur áður greinst.Bókun C- lista:
Fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggur áherslu á að umhverfissvið vinni hratt að málinu þannig að nemendur og starfsmenn Varmárskóla viti að húsnæði skólans er ekki heilsuspillandi. Örveruvöxtur sem fundist hefur í skólanum hefur verið fjarlægður en mikilvægt er að klára úttekt á skólanum sem fyrst.Bókun D- og V- lista:
Tillaga Viðreisnar um úttekt á húsnæði Varmárskóla var afgreidd og vísað til umagnar umhverfissviðs og kemur aftur fyrir bæjarráð svo fljótt sem auðið er.
Viðgerðir og viðhald á Varmárskóla hafa verið í gangi og munu halda áfram eftir því sem þörf krefur.7. Ósk um heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla201903118
Ósk foreldrafélags Varmárskóla um heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla
Tillaga M-lista
Bæjarráð samþykki að heildarúttekt verði gerð á húsnæði Varmárskóla sbr. erindi frá foreldrafélagi Varmárskóla og forstöðumanni umhverfissviðs falið að hefja slíka úttekt hið fyrsta.Bókun M- lista:
Með vísan í meðfygljandi erindis frá stjórn foreldrafélagi Varmárskóla.
Samþykkt með 2 atkvæðum að afgreiðslu málsins verði frestað sökum tímaskorts. Fulltrúi M- lista situr hjá.8. Ráðning skólastjóra Lágafellsskóla201903024
Leitað eftir heimild til að auglýsa stöðu skólastjóra við Lagafellsskóla
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs að auglýsa eftir skólastjóra við Lágafellsskóla í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
9. Desjamýri 11-14, gatnagerð og hliðrun þrýstilagnar201901334
Óskað eftir heimild til að verkið verði boðið út í heild samkvæmt framlagðri áætlun og að lóðirnar sem eru fjórar talsins verði seldar á gatnagerðargjaldi.
Samþykkt með 2 atkvæðum að verkið verði boðið út í heild samkvæmt fyrirliggjandi áætlun og að lóðirnar sem eru fjórar talsins verði seldar á gatnagerðargjaldi.