Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. mars 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um mál­efni aldr­aðra (Fram­kvæmd­ar­sjóð­ur aldr­aðra)201902001

    Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs

    Lagt fram

  • 2. Reykja­hvoll 11 - at­huga­semd­ir við ástand húss og lóð­ar201903041

    Reykjahvoll 11 - athugasemdir við ástand húss og lóðar. Undirskriftarlisti

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar heil­brigðis­eft­ir­lits og bygg­ing­ar­full­trúa.

  • 3. Gatna­mót Reykja- og Hafra­vatns­veg­ar að strætó­stöð og inn Reykja­hvol201903043

    Gatnamót Reykja- og Hafravatnsvegar að strætóstöð og inn Reykjahvol. Undirskriftarlisti

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs

  • 4. Til­laga til þings­álykt­un­ar um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar201903062

    Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - umsögn óskast fyrir 20. mars

    Lagt fram.

    Bók­un full­trúa M- lista:

    Full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ er já­kvæð­ur gagn­vart þess­ari þings­álykt­un­ar­til­lögu.

  • 5. Samn­ing­ur um yf­ir­drátt­ar­heim­ild.201903105

    Samningur um yfirdráttarheimild á veltureikning hjá Íslandsbanka.

    Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um að veita bæj­ar­stjóra heim­ild til að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi samn­ing við Ís­lands­banka um yf­ir­drátt­ar­heim­ild að fjár­hæð allt að 500 m.kr. Full­trúi M- lista sit­ur hjá.

    Bók­un M-lista:

    Full­trúi Mið­flokks­ins get­ur ekki sam­þykkt yf­ir­drátt­ar­lán án nán­ari fjár­hags- og til­svar­andi næmn­ins­grein­ing­ar og kynn­ingu vegna þess­ar­ar lán­töku. Því sit­ur full­trúi Mið­flokks­ins hjá við þessa at­kvæða­greiðslu.

    Gestir
    • Pétur J. Lockton Fjármálastjóri
  • 6. Til­laga um út­tekt á hús­næði Varmár­skóla201903119

    Tillaga Viðreisnar um úttekt á húsnæði Varmárskóla

    Full­trú­ar D- og V- lista leggja til að er­ind­inu verði vísað til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar og sú um­sögn ber­ist bæj­ar­ráði svo fljótt sem auð­ið er.

    Til­laga full­trúa M-lista:
    Bæj­ar­ráð skal taka til at­kvæða­greiðslu til­lögu Við­reisn­ar.

    Þar sem til­laga full­trúa D- og V lista lít­ur að með­ferð máls­ins er geng­ið til at­kvæða um hana.

    Bók­un full­trúa M- lista:
    Fyr­ir ligg­ur fund­in­um til­laga sem full­trúi Mið­flokks­ins tel­ur að eigi að taka til af­greiðslu eins efni henn­ar stend­ur til.

    Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um að visa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar og sú um­sögn ber­ist bæj­ar­ráði svo fljótt sem auð­ið er. Full­trúi M- lista sit­ur hjá.

    Bók­un full­trúa M- lista:
    Full­trúi Mið­flokks­ins ósk­aði eft­ir því að til­laga Við­reisn­ar yrði tekin fyr­ir og af­greidd á þess­um fundi. Því var hafn­að þrátt fyr­ir að full­trúi Mið­flokks­ins hafi lagt fram til­lögu þess efn­is að til­laga Við­reisn­ar yrði tekin fyr­ir skv. efni sínu. Mik­il­vægt er að flýta út­tekt og skoð­un á öllu hús­næði Varmár­skóla vegna hættu á að mygla/ör­veru­vöxt­ur sé víð­ar í hús­næði skól­ans en þar sem slíkt hef­ur áður greinst.

    Bók­un C- lista:
    Full­trúi Við­reisn­ar í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar legg­ur áherslu á að um­hverf­is­svið vinni hratt að mál­inu þann­ig að nem­end­ur og starfs­menn Varmár­skóla viti að hús­næði skól­ans er ekki heilsu­spill­andi. Ör­veru­vöxt­ur sem fund­ist hef­ur í skól­an­um hef­ur ver­ið fjar­lægð­ur en mik­il­vægt er að klára út­tekt á skól­an­um sem fyrst.

    Bók­un D- og V- lista:
    Til­laga Við­reisn­ar um út­tekt á hús­næði Varmár­skóla var af­greidd og vísað til umagn­ar um­hverf­is­sviðs og kem­ur aft­ur fyr­ir bæj­ar­ráð svo fljótt sem auð­ið er.
    Við­gerð­ir og við­hald á Varmár­skóla hafa ver­ið í gangi og munu halda áfram eft­ir því sem þörf kref­ur.

  • 7. Ósk um heild­ar­út­tekt á hús­næði Varmár­skóla201903118

    Ósk foreldrafélags Varmárskóla um heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla

    Til­laga M-lista
    Bæj­ar­ráð sam­þykki að heild­ar­út­tekt verði gerð á hús­næði Varmár­skóla sbr. er­indi frá for­eldra­fé­lagi Varmár­skóla og for­stöðu­manni um­hverf­is­sviðs fal­ið að hefja slíka út­tekt hið fyrsta.

    Bók­un M- lista:
    Með vís­an í með­fyglj­andi er­ind­is frá stjórn for­eldra­fé­lagi Varmár­skóla.


    Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um að af­greiðslu máls­ins verði frestað sök­um tíma­skorts. Full­trúi M- lista sit­ur hjá.

  • 8. Ráðn­ing skóla­stjóra Lága­fells­skóla201903024

    Leitað eftir heimild til að auglýsa stöðu skólastjóra við Lagafellsskóla

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að heim­ila Fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs að aug­lýsa eft­ir skóla­stjóra við Lága­fells­skóla í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

  • 9. Desja­mýri 11-14, gatna­gerð og hliðr­un þrýstilagn­ar201901334

    Óskað eftir heimild til að verkið verði boðið út í heild samkvæmt framlagðri áætlun og að lóðirnar sem eru fjórar talsins verði seldar á gatnagerðargjaldi.

    Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um að verk­ið verði boð­ið út í heild sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi áætlun og að lóð­irn­ar sem eru fjór­ar tals­ins verði seld­ar á gatna­gerð­ar­gjaldi.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20