Mál númer 201903118
- 3. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #736
Frestað frá síðasta fundi. Ósk frá foreldrafélagi Varmárskóla um heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs og framkvæmdastjóri fræðslusviðs mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla 1391. fundar bæjarráðs samþykkt á 736. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. mars 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1391
Frestað frá síðasta fundi. Ósk frá foreldrafélagi Varmárskóla um heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs og framkvæmdastjóri fræðslusviðs mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að svara erindinu með tilvísun til afgreiðslu samskonar erindis (Mál nr. 201903119) sem afgreitt var á síðasta fundi bæjarstjórnar:
***
Tillaga fulltrúa D- og V- lista varðandi útttekt á rakaskemdum:
Fulltrúar D- og V- lista leggja til að umhverfissviði verði falið að láta framkvæma skoðun á öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar m.t.t. rakaskemda og hugsanlegs örveruvaxtar tengdum þeim. Ef fram koma merki um örveruvöxt í þeirri skoðun verði strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær.
Þrátt fyrir þær þrjár úttektir sem Efla hefur gert á húsnæði Varmárskóla og úrbætur í kjölfar þeirra eru enn uppi efasemdir í skólasamfélaginu í Mosfellsbæ um að nóg sé að gert. Því er mikilvægt að fyrsta verkefni tengt þessari skoðun verði að ráðast í heildstæða úttekt á Varmárskóla og mæla loftgæði þannig að ekki leiki vafi á að húsnæði skólans mæti kröfum sem gerðar eru til skólahúsnæðis.Fram kom breytingartillaga um að bæjarstjórn standi sameiginlega að tillögunni.
Tillagan ásamt breytingartillögunni er samþykkt með 9 atkvæðum 735. fundar bæjarstjórnar.
*** - 20. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #735
Ósk foreldrafélags Varmárskóla um heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla
Afgreiðsla 1390. fundar bæjarráðs samþykkt á 735. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. mars 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1390
Ósk foreldrafélags Varmárskóla um heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla
Tillaga M-lista
Bæjarráð samþykki að heildarúttekt verði gerð á húsnæði Varmárskóla sbr. erindi frá foreldrafélagi Varmárskóla og forstöðumanni umhverfissviðs falið að hefja slíka úttekt hið fyrsta.Bókun M- lista:
Með vísan í meðfygljandi erindis frá stjórn foreldrafélagi Varmárskóla.
Samþykkt með 2 atkvæðum að afgreiðslu málsins verði frestað sökum tímaskorts. Fulltrúi M- lista situr hjá.