Mál númer 201901228
- 20. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #735
Sjálfsmat Varmárskóla 2017-2018. Þórhildur Elvarsdóttir skólastjóri kynnir.
Afgreiðsla 360. fundar fræðslunefdar samþykkt á 735. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Fulltrúi M- lista greiðir atkvæði gegn afgreiðslunni og fulltrúi L-lista situr hjá.
- 13. mars 2019
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #360
Sjálfsmat Varmárskóla 2017-2018. Þórhildur Elvarsdóttir skólastjóri kynnir.
Sjálfsmatsskýrsla Varmárskóla kynnt. Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og leggur til að aðrir skólar kynni sjálfsmat síns skóla fyrir nefndinni á næstu fundum.
Tillaga M lista.
Fræðslunefnd óskar eftir því að skýrsla matsnefndar Varmárskóla verði leiðrétt og lögð fyrir rétt skipað skólaráð skv. grunnskólalögum.Tillaga M lista felld með fjórum atkvæðum D, V og C lista.
Tillaga D og V lista:
D og V listi leggur til að sjálfsmatskýrsla Varmárskóla verði lögð fyrir skólaráð.
Samþykkt með fjórum atkvæðum D, V og C lista gegn einu atkvæði M lista.Bókun M lista.
Fulltrúi Miðflokksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að skólaráð starfi eftir grunnskólalögum og undrast það mjög að meirihluti fræðslunefndar hafi fellt tillöguna.Bókun D, V og C lista.
Skólaráð Varmárskóla starfar samkvæmt 8. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Tveir skólastjórar starfa við skólann. Eðli málsins samkvæmt sitja báðir í skólaráði og hafa gert um árabil. Einnig má benda á að reglurgerð um skólaráð við grunnskóla nr.1157/2008 býður upp á ákveðið svigrúm, t.d. stjórnun samþættra skóla. - 6. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #732
Fulltrúar Viðreisnar og Miðflokksins ásamt áheyrnarfulltrúum Samfylkingar og Vina Mosfellsbæjar leggja fram ósk um að tekið verði á dagskrá næsta fundar fræðslunefndar umræða um málefni Varmárskóla undir ofangreindu heiti.
Afgreiðsla 357. fundar fræðslunefndar samþykkt á 732. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. janúar 2019
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #357
Fulltrúar Viðreisnar og Miðflokksins ásamt áheyrnarfulltrúum Samfylkingar og Vina Mosfellsbæjar leggja fram ósk um að tekið verði á dagskrá næsta fundar fræðslunefndar umræða um málefni Varmárskóla undir ofangreindu heiti.
Sameiginleg bókun fræðslunefndar:
Það er hlutverk fræðslunefndar að styðja við skólastarf í Mosfellsbæ og stuðla að jákvæðum og uppbyggjandi umræðum við hagaðila. Fram kom að Varmárskóli vinnur markvisst að skólaþróun og auknum gæðum skólastarfs. Fræðslunefnd fylgist áfram með skólastarfi í Varmárskóla sem og öðrum skólum bæjarins.