13. mars 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Hildur Björg Bæringsdóttir (HBB) aðalmaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Jóhanna Jakobsdóttir (JJ) varamaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Magnea Jónsdóttir (ÞMJ) varamaður
- María Lea Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
- Björk M Kristbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sonja Dögg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Ásta Kristín Briem áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Framvinduskýrsla 16 vegna Helgafellsskóla 1.áfanga og leikskóla lögð fram til kynningar. Fulltrúi umhverfissviðs kynnir.
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu á framkvæmdum á húsnæði Helgafellsskóla eða við 1. og 4. áfanga sem er yngsta stig grunnskóla og leikskóladeildir.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson
2. Skóladagatöl 2019-2020201903097
Skóladagatöl skólaársins 2019-2020 lögð fram til samþykktar
Skóladagatöl fyrir leik- og grunnskóla Mosbellsbæjar fyrir næsta skólaár staðfest.
- FylgiskjalVarmárskóli 2019-2020 2.pdfFylgiskjalLágafellsskóla 2019-2020.pdfFylgiskjalHelgafellsskóli eldri 2019-2020.pdfFylgiskjalHelgafellsskóli leikskóladeild og yngsta stig (200 dagar) 2019-2020.pdfFylgiskjalKrikaskóli 2019-2020.pdfFylgiskjalTonlistarskoladagatal-2019-2020 1.pdfFylgiskjalSkóladagatal Skólahljomsveit Mos 2019-2020.pdfFylgiskjalReykjakot 2019-2020.pdfFylgiskjalLeirvogstunguskóli 2019-2020.pdfFylgiskjalHöfðaberg 2019-2020.pdfFylgiskjalHulduberg 2019-2020.pdfFylgiskjalHlíð 2019-2020.pdfFylgiskjalHlaðhamrar-2019-2020.pdf
3. Varmárskóli - Fræðslunefnd201901228
Sjálfsmat Varmárskóla 2017-2018. Þórhildur Elvarsdóttir skólastjóri kynnir.
Sjálfsmatsskýrsla Varmárskóla kynnt. Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og leggur til að aðrir skólar kynni sjálfsmat síns skóla fyrir nefndinni á næstu fundum.
Tillaga M lista.
Fræðslunefnd óskar eftir því að skýrsla matsnefndar Varmárskóla verði leiðrétt og lögð fyrir rétt skipað skólaráð skv. grunnskólalögum.Tillaga M lista felld með fjórum atkvæðum D, V og C lista.
Tillaga D og V lista:
D og V listi leggur til að sjálfsmatskýrsla Varmárskóla verði lögð fyrir skólaráð.
Samþykkt með fjórum atkvæðum D, V og C lista gegn einu atkvæði M lista.Bókun M lista.
Fulltrúi Miðflokksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að skólaráð starfi eftir grunnskólalögum og undrast það mjög að meirihluti fræðslunefndar hafi fellt tillöguna.Bókun D, V og C lista.
Skólaráð Varmárskóla starfar samkvæmt 8. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Tveir skólastjórar starfa við skólann. Eðli málsins samkvæmt sitja báðir í skólaráði og hafa gert um árabil. Einnig má benda á að reglurgerð um skólaráð við grunnskóla nr.1157/2008 býður upp á ákveðið svigrúm, t.d. stjórnun samþættra skóla.