23. janúar 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Hildur Björg Bæringsdóttir (HBB) aðalmaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Sonja Dögg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- María Lea Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni Varmárskóla201901228
Fulltrúar Viðreisnar og Miðflokksins ásamt áheyrnarfulltrúum Samfylkingar og Vina Mosfellsbæjar leggja fram ósk um að tekið verði á dagskrá næsta fundar fræðslunefndar umræða um málefni Varmárskóla undir ofangreindu heiti.
Sameiginleg bókun fræðslunefndar:
Það er hlutverk fræðslunefndar að styðja við skólastarf í Mosfellsbæ og stuðla að jákvæðum og uppbyggjandi umræðum við hagaðila. Fram kom að Varmárskóli vinnur markvisst að skólaþróun og auknum gæðum skólastarfs. Fræðslunefnd fylgist áfram með skólastarfi í Varmárskóla sem og öðrum skólum bæjarins.
Gestir
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Varmárskóla
- Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur hjá Skólaþjónustu Mosfellsbæjar
2. Tölulegar upplýsingar á fræðslusviði 2018-2019201809312
Lagt fram til upplýsinga
Lagðar fram upplýsingar um fjölda leik- og grunnskólabarna í Mosfellbæ.