Mál númer 201810358
- 6. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #734
Lögð er fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um gjöf þorrablótsnefndar
Afgreiðsla 1388. fundar bæjarráðs samþykkt á 734. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. febrúar 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1388
Lögð er fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um gjöf þorrablótsnefndar
Bæjarráð þiggur gjöf þorrablótsnefndar UMFA og þakkar fyrir. Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að kosta uppsetningu merkisins. Umhverfissviði er falið að ákvarða endanlega staðsetningu merkisins með tilliti til umferðaröryggis. Samþykkt með þremur atkvæðum.
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Þorrablótsnefnd Aftureldingar hefur látið smíða stórt og veglegt Aftureldingarmerki sem nefndin vill færa Mosfellsbæ að gjöf. Þorrablótsnefnd er með hugmynd að merkið verði sett niður við innkeyrsluna að bílastæðunum að Varmá við Skólabraut. Óskað er eftir að Mosfellsbær taki við þessari gjöf og taki að sér að koma merkinu fyrir og greiða kostnað fyrir það.
Afgreiðsla 1373. fundar bæjarráðs samþykkt á 728. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. nóvember 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1373
Þorrablótsnefnd Aftureldingar hefur látið smíða stórt og veglegt Aftureldingarmerki sem nefndin vill færa Mosfellsbæ að gjöf. Þorrablótsnefnd er með hugmynd að merkið verði sett niður við innkeyrsluna að bílastæðunum að Varmá við Skólabraut. Óskað er eftir að Mosfellsbær taki við þessari gjöf og taki að sér að koma merkinu fyrir og greiða kostnað fyrir það.
ÁS víkur af fundi sökum vanhæfis undir afgreiðslu málsins og KGÞ tekur við stjórn fundarins.
Samþykkt með 2 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdarstjóra Umhverfissviðs varðandi kostnað og staðsetningu.