11. október 2018 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sturla Sær Erlendsson formaður
- Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
- Branddís Ásrún Pálsdóttir aðalmaður
- Karl Alex Árnason áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Eva Magnúsdóttir (EMa) varamaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda R. Davíðsdóttir tómstundafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heimsókn Íþrótta- og tómstundanefndar til félaga 2018201810030
Íþrótta- og tómstundanefnd heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem að Mosfellsbær hefur gert samninga við varðandi barna og unglingastarf. Dagskrá: kl.16:30 - Skátafélag Mosverjar, Álafosskvos kl.17:30 - Björgunarsveitin Kyndill, Völuteigur kl.18:30 - Golfklúbbur Mosfellsbæjar, golfskálinn Klettur
Dagskrá:
kl.16:30 - Skátafélag Mosverjar, Álafosskvos
kl.17:30 - Björgunarsveitin Kyndill, Völuteigur
kl.18:30 - Golfklúbbur Mosfellsbæjar, golfskálinn Klettur
Skátafélagið Mosverjar heimsótt. Fundur haldin í nýju Skátaheimili í Álafosskvos. Á Móti nefndinni tóku meðlimir úr stjórn félagsins þau Dagbjört Félagsforingi, Eírikur og Guðbjörn.
Kynning á skátastarfinu almennt, og á því öfluga starfi sem að fram fer hjá skátunum í Mosfellsbæ. Rætt um að erfileika við að kynna starfið fyrir börnum í Mosfellsbæ. Tómstundafulltrúa og Félagsforingja falið að vinna að skipulagi kynningar á tómstundastarfi í Mosfellsbæ í samvinnu við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellbæ fyrir næsta haust. Íþrótta- og tómstundanenfd þakkar góðar móttökur.Björgunnarsveitin Kyndill. Fundað í húsnæði Björgunnarsveitarinnar við Völuteig.
Kynning á mjög svo öfugu unglingastarfi sem og almennu starfi sveitarinnar. Húsnæði tæki og tól skoðuð og starfið kynnt. Töluverð aukning í starfinu og kynjaskipting jöfn. Fjölbreytt og mikil starfsemi fyrir ungmenni. Íþrótta og tómstundanefnd þakkar fyrir góða kynningu.Golfklúbbur Mosfellsbæjar,
Fundað í Kletti, íþróttamiðstöð Golfklúbsins Mos.Gunnar framkvæmdastjóri og Davíð íþróttastjóri tóku á móti nefndinni og sýndi nýja golfskálann/ íþróttamiðstöðina. Gunnar með kynningu á starfsemi félagsins. Hann kynnti uppbyggingu í aðstöðumálum og framtíðar sýn félagsin í þeim efnum, fór yfir barna og unglingstarf félagsins og það öfluga afrekstarf sem er að skila félaginu fleiri afrekskylfingum á landsvísu.
Upplýst var að íslandsmót í golfi 2020 yrði í umsjón Golfklúbbs Mosfellsbæjar og væri undirbúningur þegar hafin, yrði það mikil lyftistöng fyrir félagið og golfíþróttina í Mosfellsbæ.