Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. október 2018 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Sturla Sær Erlendsson formaður
  • Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
  • Branddís Ásrún Pálsdóttir aðalmaður
  • Karl Alex Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
  • Eva Magnúsdóttir (EMa) varamaður
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Edda R. Davíðsdóttir tómstundafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heim­sókn Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar til fé­laga 2018201810030

    Íþrótta- og tómstundanefnd heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem að Mosfellsbær hefur gert samninga við varðandi barna og unglingastarf. Dagskrá: kl.16:30 - Skátafélag Mosverjar, Álafosskvos kl.17:30 - Björgunarsveitin Kyndill, Völuteigur kl.18:30 - Golfklúbbur Mosfellsbæjar, golfskálinn Klettur

    Dagskrá:

    kl.16:30 - Skáta­fé­lag Mosverj­ar, Ála­fosskvos

    kl.17:30 - Björg­un­ar­sveit­in Kyndill, Völu­teig­ur

    kl.18:30 - Golf­klúbb­ur Mos­fells­bæj­ar, golf­skál­inn Klett­ur

    Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar heim­sótt. Fund­ur hald­in í nýju Skáta­heim­ili í Ála­fosskvos. Á Móti nefnd­inni tóku með­lim­ir úr stjórn fé­lags­ins þau Dag­björt Fé­lags­for­ingi, Eír­ik­ur og Guð­björn.
    Kynn­ing á skát­a­starf­inu al­mennt, og á því öfl­uga starfi sem að fram fer hjá skát­un­um í Mos­fells­bæ. Rætt um að erfi­leika við að kynna starf­ið fyr­ir börn­um í Mos­fells­bæ. Tóm­stunda­full­trúa og Fé­lags­for­ingja fal­ið að vinna að skipu­lagi kynn­ing­ar á tóm­stund­astarfi í Mos­fells­bæ í sam­vinnu við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög í Mos­fell­bæ fyr­ir næsta haust. Íþrótta- og tóm­stundan­en­fd þakk­ar góð­ar mót­tök­ur.

    Björg­unn­ar­sveit­in Kyndill. Fundað í hús­næði Björg­unn­ar­sveit­ar­inn­ar við Völu­teig.
    Kynn­ing á mjög svo öf­ugu ung­lingastarfi sem og al­mennu starfi sveit­ar­inn­ar. Hús­næði tæki og tól skoð­uð og starf­ið kynnt. Tölu­verð aukn­ing í starf­inu og kynja­skipt­ing jöfn. Fjöl­breytt og mik­il starf­semi fyr­ir ung­menni. Íþrótta og tóm­stunda­nefnd þakk­ar fyr­ir góða kynn­ingu.

    Golf­klúbb­ur Mos­fells­bæj­ar,
    Fundað í Kletti, íþróttamið­stöð Golf­klúbs­ins Mos.

    Gunn­ar fram­kvæmda­stjóri og Dav­íð íþrótta­stjóri tóku á móti nefnd­inni og sýndi nýja golf­skál­ann/ íþróttamið­stöð­ina. Gunn­ar með kynn­ingu á starf­semi fé­lags­ins. Hann kynnti upp­bygg­ingu í að­stöðu­mál­um og fram­tíð­ar sýn fé­lags­in í þeim efn­um, fór yfir barna og ung­lingst­arf fé­lags­ins og það öfl­uga af­rekst­arf sem er að skila fé­lag­inu fleiri af­rek­skylf­ing­um á landsvísu.
    Upp­lýst var að ís­lands­mót í golfi 2020 yrði í um­sjón Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar og væri und­ir­bún­ing­ur þeg­ar hafin, yrði það mik­il lyftistöng fyr­ir fé­lag­ið og golfí­þrótt­ina í Mos­fells­bæ.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00