Mál númer 2018083635
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Samningur um heilsueflingu eldri borgara, samstarfsverkefni Mosfellsbæjar, FaMos og World Class.
Afgreiðsla 274. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 728. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30. október 2018
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #274
Samningur um heilsueflingu eldri borgara, samstarfsverkefni Mosfellsbæjar, FaMos og World Class.
Lagt fram, fjölskyldunefnd lýsir ánægju sinni með verkefnið.
- 22. ágúst 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #722
Tilraunaverkefni þar sem eldri borgurum (67 ára og eldri) væri gefinn kostur á að sækja leikfimitíma, undir leiðsögn íþróttakennara þrisvar í viku. Lagt til að gengið verði til samninga við World Class um verkefnið í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Afgreiðsla 1362. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 722. fundi bæjarstjórnar.
- 16. ágúst 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1362
Tilraunaverkefni þar sem eldri borgurum (67 ára og eldri) væri gefinn kostur á að sækja leikfimitíma, undir leiðsögn íþróttakennara þrisvar í viku. Lagt til að gengið verði til samninga við World Class um verkefnið í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1362. fundi bæjarráðs að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að ganga til samninga við World Class um verkefnið í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Bókun M-lista: Fagna ber aukinni hvatningu til hreyfingar og að hvetja aldraða til þess er afskaplega gott. Rétt væri að aðrir í Mosfellbæ sætu við sama borð og World Class til lengri tíma sem sinna sambærilegri þjónustu. Hentugara væri að koma við frístundarávísunarformi þar sem aldraðir hefðu val um hvar þeir leita hreyfingar.