Mál númer 201709103
- 18. október 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #703
Lögð fram uppfærð tillaga að reglum um framkvæmdir á viðkvæmum svæðum í Mosfellsbæ
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fagnar heilshugar lokadrögum að reglum um framkvæmdir á náttúrusvæðum. Slíkar reglur fyrir framkvæmdaaðila eru sérstaklega mikilvægar í sveitarfélagi sem býr yfir jafnmiklum náttúrugæðum og Mosfellsbær.
Íbúahreyfingin telur að hægt sé að gera gott enn betra með því að senda reglurnar til umsagnar hjá fagstofnunum s.s. Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Landgræðslunni og Heilbrigðiseftirlitinu.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
Afgreiðsla 182. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 703. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. október 2017
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #182
Lögð fram uppfærð tillaga að reglum um framkvæmdir á viðkvæmum svæðum í Mosfellsbæ
Uppfærð tillaga að framkvæmdareglum á viðkvæmum svæðum í Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með reglurnar og hvetur til að þær verði kynntar verktökum sem starfa í Mosfellsbæ. - 20. september 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #701
Lögð fram tillaga umhverfissviðs að reglum um framkvæmdir á viðkvæmum svæðum í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 181. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 701. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. september 2017
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #181
Lögð fram tillaga umhverfissviðs að reglum um framkvæmdir á viðkvæmum svæðum í Mosfellsbæ
Málið rætt og afgreiðslu frestað til næsta fundar.