12. september 2017 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Nína Rós Ísberg aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reglur um framkvæmdir á viðkvæmum svæðum201709103
Lögð fram tillaga umhverfissviðs að reglum um framkvæmdir á viðkvæmum svæðum í Mosfellsbæ
Málið rætt og afgreiðslu frestað til næsta fundar.
2. Okkar Mosó201701209
Gangur lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó kynntur.
Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með framgang verkefnisins Okkar Mosó.
3. Dagur íslenskrar náttúru 2017201709104
Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi Dag íslenskrar náttúru 2017
Umhverfisstjóra falið að skoða möguleika á sveppatínsluferð á Degi íslenskrar náttúru.
4. Evrópsk samgönguvika 2017201709105
Lögð fram drög að dagskrá Evrópskrar samgönguviku í Mosfellsbæ 2017
Drög að dagskrá evrópskrar samgönguviku rædd.
5. Aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum201709106
Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna vinnu við aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.
Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins lagt fram og málið rætt.
6. Erindi Úrsúlu Jünemann vegna sýnileika náttúruverndarverkefna í fjárhagsáætlun 2017-2020201709107
Erindi Úrsúlu Jünemann vegna sýnleika náttúruverndarverkefna í fjárhagsáætlunargerð Mosfellsbæjar 2017-2020.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs upplýsti um að vinna við sundurliðun fjárhagsliða í tengslum við náttúruverndarverkefni sé þegar hafin og til skoðunar.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
7. Umsögn um tillögu um kvöld- og næturakstur Strætó201705203
Erindi Strætó bs. varðandi kvöld- og næturakstur strætisvagna. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn umhverfisnefndar varðandi kvöld- og næturakstur strætisvagna.
Umsögn umhverfisnefndar fylgir erindinu.