Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. september 2016 kl. 16:30,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

  • Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) formaður
  • Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) varaformaður
  • Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
  • Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
  • Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
  • Marta Hildur Richter menningarsvið
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu og samskipta


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Vina­bæj­ar­mál­efni201506088

    Vinabæjarráðstefna var haldin í danska vinabænum Thisted dagana 14. til 17. ágúst sl. Helga Jónsdóttir kemur á fundinn og segir frá því helsta sem þar fór fram.

    Skýrsla um vina­bæj­ar­ráð­stefn­una lögð fram og rædd.

  • 2. Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar201506087

    Tillögur að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 lagðar fram. Málfríður Finnbogadóttir starfsmaður Listasalar og Bókasafns kemur á fundinn undir þessum lið.

    Lagt fram.

    • 3. Í tún­inu heima 2016201602326

      Hugrún Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri mætir á fundinn undir þessum lið.

      Menn­ing­ar­mála­nefnd þakk­ar bæj­ar­bú­um, starfs­mönn­um bæj­ar­ins, for­svars­mönn­um íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga, Mos­fell­ingi og öðr­um þeim að­il­um sem með þátt­töku sinni og und­ir­bún­ingi sáu til þess að bæj­ar­há­tíð­in tókst mjög vel í alla staði.

      • 5. Starfs­áætlun Menn­ing­ar­mála­nefnd­ar201301566

        Tillaga að starfsáætlun nefndarinnar lögð fram til umræðu.

        Lagt fram.

      Almenn erindi - umsagnir og vísanir

      • 4. Að­staða fyr­ir fé­lags­st­arf FaMos2016081672

        Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslur menningarmálanefndar á 1270. fundi 25. ágúst sl.

        Að áliti nefnd­ar­inn­ar er hlut­verk Mos­fells­bæj­ar að stuðla að öfl­ugu tóm­stunda- og menn­ing­ar­starfi eldri borg­ara í bæn­um. Sam­þykkt með öll­um greidd­um at­kvæð­um að fela for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar að ræða við bréf­rit­ara um­rædds er­ind­is frá FaMos og rekstr­ar­að­ila Hlé­garðs um að fé­lag­ið haldi áfram sín skemmtikvöld í Hlé­garði í vet­ur. Nefnd­in mæl­ir með því að ekki verði inn­heimt húsa­leiga fyr­ir um­rædd kvöld en FaMos standi straum af út­lögð­um kostn­aði við þess­ar sam­kom­ur.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40