27. september 2016 kl. 16:30,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) formaður
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Marta Hildur Richter menningarsvið
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu og samskipta
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vinabæjarmálefni201506088
Vinabæjarráðstefna var haldin í danska vinabænum Thisted dagana 14. til 17. ágúst sl. Helga Jónsdóttir kemur á fundinn og segir frá því helsta sem þar fór fram.
Skýrsla um vinabæjarráðstefnuna lögð fram og rædd.
2. Listasalur Mosfellsbæjar201506087
Tillögur að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 lagðar fram. Málfríður Finnbogadóttir starfsmaður Listasalar og Bókasafns kemur á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.
3. Í túninu heima 2016201602326
Hugrún Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri mætir á fundinn undir þessum lið.
Menningarmálanefnd þakkar bæjarbúum, starfsmönnum bæjarins, forsvarsmönnum íþrótta- og tómstundafélaga, Mosfellingi og öðrum þeim aðilum sem með þátttöku sinni og undirbúningi sáu til þess að bæjarhátíðin tókst mjög vel í alla staði.
5. Starfsáætlun Menningarmálanefndar201301566
Tillaga að starfsáætlun nefndarinnar lögð fram til umræðu.
Lagt fram.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Aðstaða fyrir félagsstarf FaMos2016081672
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslur menningarmálanefndar á 1270. fundi 25. ágúst sl.
Að áliti nefndarinnar er hlutverk Mosfellsbæjar að stuðla að öflugu tómstunda- og menningarstarfi eldri borgara í bænum. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að ræða við bréfritara umrædds erindis frá FaMos og rekstraraðila Hlégarðs um að félagið haldi áfram sín skemmtikvöld í Hlégarði í vetur. Nefndin mælir með því að ekki verði innheimt húsaleiga fyrir umrædd kvöld en FaMos standi straum af útlögðum kostnaði við þessar samkomur.