2. júní 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka mál um ráðningu framkvæmdastjóra fræðslusviðs á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Athugasemdir Bestlu vegna úthlutunar lóða við Bjarkarholt/Háholt201605178
Drög að svarbréfi lögmanns vegna erindis Leigufélagsins Bestlu ehf. lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að svara erindi Leigufélagsins Bestlu ehf. í samræmi við fyrirliggjandi drög að svarbréfi.
2. Skilmálar í útboðsgögnum Mosfellsbæjar201605067
Umsögn lögmanns lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka eftirfarandi skilmála upp í útboðsgögn vegna útboða á vegum Mosfellsbæjar:
„Bjóðandi mun tryggja að allir starfsmenn sem koma munu að verkinu, hvort sem er sem starfsmenn bjóðanda eða undirverktaka, fái laun og starfskjör í samræmi við gildandi kjarasamninga hverju sinni og aðstæður þeirra séu í samræmi við löggjöf á sviði vinnuverndar. Hvenær sem er á samningstíma mun bjóðandi geta sýnt verkkaupa fram á að öll réttindi og skyldur gagnvart þessum starfsmönnum séu uppfyllt. Bjóðandi samþykkir að ef hann getur ekki framvísað gögnum eða sýnt eftirlitsmanni verksins fram á að samningsskyldur séu uppfylltar innan 5 daga frá því ósk um slíkt er borin fram af verkkaupa getur verkkaupi rift verksamningi án frekari fyrirvara eða ákveðið að beita dagsektum sem nemur 0,1% af samningsupphæð fyrir hvern dag sem umbeðnar upplýsingar skortir. Beiting þessara vanefndaúrræða hefur ekki áhrif á gildi verktryggingar.“
3. Klórkerfi í Varmárlaug og Lágafellslaug201602078
Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað með ósk um heimild til útboðs á endurnýjun klórkerfa í Varmárlaug og Lágafellslaug.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út kaup á nýjum klórkerfum í Varmárlaug og Lágafellslaug í samræmi við fyrirkomulag sem lýst er í framlögðu minnisblaði.
4. Desjamýri 3 /Umsókn um lóð201512246
Varðandi lóðina Desjamýri 3
Samþykkt með þremur atkvæðum að leiðrétta bókun bæjarráðs frá 25. febrúar sl. þar sem fram kom að lóðinni Desjamýri 3 hefði verið úthlutað til Togt ehf., en henni hefði átt að úthluta til óstofnaðs félags í eigu Togt ehf. og Oddsmýri ehf. Nú hefur hið óstofnaða félag verið stofnað og því er nú ákveðið að fallast á erindi bréfritara og færa úthlutun lóðarinnar Desjamýri 3 frá Togt ehf. til félagsins Desjamýri 3 ehf.
5. Rekstur deilda janúar til mars 2016201605328
Rekstraryfirlit janúar til mars 2016 kynnt.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Rekstraryfirlitið er lagt fram og verður gert aðgengilegt á heimasíðu Mosfellsbæjar í samræmi við markmið bæjarins um birtingu fjárhagsupplýsinga úr bókhaldi bæjarins.
6. Ráðning framkvæmdastjóra fræðslusviðs 2016201605139
Lagt fram minnisblað mannauðsstjóra
Bæjarstjóri kynnti ráðningarferli vegna fyrirhugaðrar ráðningar framkvæmdastjóra fræðslusviðs.