Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. júní 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson

Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka mál um ráðn­ingu fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs á dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. At­huga­semd­ir Bestlu vegna út­hlut­un­ar lóða við Bjark­ar­holt/Há­holt201605178

    Drög að svarbréfi lögmanns vegna erindis Leigufélagsins Bestlu ehf. lögð fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að svara er­indi Leigu­fé­lags­ins Bestlu ehf. í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög að svar­bréfi.

    • 2. Skil­mál­ar í út­boðs­gögn­um Mos­fells­bæj­ar201605067

      Umsögn lögmanns lögð fram.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka eft­ir­far­andi skil­mála upp í út­boðs­gögn vegna út­boða á veg­um Mos­fells­bæj­ar:

      „Bjóð­andi mun tryggja að all­ir starfs­menn sem koma munu að verk­inu, hvort sem er sem starfs­menn bjóð­anda eða und­ir­verktaka, fái laun og starfs­kjör í sam­ræmi við gild­andi kjara­samn­inga hverju sinni og að­stæð­ur þeirra séu í sam­ræmi við lög­gjöf á sviði vinnu­vernd­ar. Hvenær sem er á samn­ings­tíma mun bjóð­andi geta sýnt verk­kaupa fram á að öll rétt­indi og skyld­ur gagn­vart þess­um starfs­mönn­um séu upp­fyllt. Bjóð­andi sam­þykk­ir að ef hann get­ur ekki fram­vísað gögn­um eða sýnt eft­ir­lits­manni verks­ins fram á að samn­ings­skyld­ur séu upp­fyllt­ar inn­an 5 daga frá því ósk um slíkt er borin fram af verk­kaupa get­ur verk­kaupi rift verk­samn­ingi án frek­ari fyr­ir­vara eða ákveð­ið að beita dag­sekt­um sem nem­ur 0,1% af samn­ings­upp­hæð fyr­ir hvern dag sem um­beðn­ar upp­lýs­ing­ar skort­ir. Beit­ing þess­ara vanefnda­úr­ræða hef­ur ekki áhrif á gildi verk­trygg­ing­ar.“

      • 3. Klór­kerfi í Varmár­laug og Lága­fells­laug201602078

        Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað með ósk um heimild til útboðs á endurnýjun klórkerfa í Varmárlaug og Lágafellslaug.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út kaup á nýj­um klór­kerf­um í Varmár­laug og Lága­fells­laug í sam­ræmi við fyr­ir­komulag sem lýst er í fram­lögðu minn­is­blaði.

        • 4. Desja­mýri 3 /Um­sókn um lóð201512246

          Varðandi lóðina Desjamýri 3

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að leið­rétta bók­un bæj­ar­ráðs frá 25. fe­brú­ar sl. þar sem fram kom að lóð­inni Desja­mýri 3 hefði ver­ið út­hlutað til Togt ehf., en henni hefði átt að út­hluta til óstofn­aðs fé­lags í eigu Togt ehf. og Odds­mýri ehf. Nú hef­ur hið óstofn­aða fé­lag ver­ið stofn­að og því er nú ákveð­ið að fallast á er­indi bréf­rit­ara og færa út­hlut­un lóð­ar­inn­ar Desja­mýri 3 frá Togt ehf. til fé­lags­ins Desja­mýri 3 ehf.

        • 5. Rekst­ur deilda janú­ar til mars 2016201605328

          Rekstraryfirlit janúar til mars 2016 kynnt.

          Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mætti á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.

          Rekstr­ar­yf­ir­lit­ið er lagt fram og verð­ur gert að­gengi­legt á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við markmið bæj­ar­ins um birt­ingu fjár­hags­upp­lýs­inga úr bók­haldi bæj­ar­ins.

        • 6. Ráðn­ing fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs 2016201605139

          Lagt fram minnisblað mannauðsstjóra

          Bæj­ar­stjóri kynnti ráðn­ing­ar­ferli vegna fyr­ir­hug­aðr­ar ráðn­ing­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:25