31. mars 2016 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Beiðni um samstarf vegna verndunar útivistarsvæða201603363
Ósk Landgræðslunnar um samstarf við Mosfellsbæ vegna alþjóðlegs verkefnis um verndun útivistarsvæða
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir erindinu og felur umhverfissviði að vinna áfram að málinu.
2. Merkingar friðlýstra svæða í Mosfellsbæ201603365
Lagðar fram tillögur að merkingum friðlýstra svæða í Mosfellsbæ
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir verkefninu og felur umhverfissviði að vinna áfram að málinu og leggja tillögur að skiltum fyrir nefndina að nýju.
3. Opinn fundur umhverfisnefndar 2016201603364
Umræða um hugmyndir um opinn fund umhverfisnefndar 2016
Umhverfisnefnd stefnir að því að halda opinn fund þann 28. apríl 2016 þar sem áhersla verður lögð á útivist og heilsueflingu.
4. Matjurtagarðar í Mosfellsbæ201510090
Kynning á fyrirkomulagi matjurtagarða í Mosfellsbæ, núverandi staðsetningu þeirra og hugmyndir umhverfissviðs um mögulega framtíðarstaðsetningu þeirra.
Lögð fram til kynningar tillaga að fyrirkomulagi matjurtagarða fyrir árið 2016. Umhverfissviði ennfremur falið að skoða framtíðarfyrirkomulag sem hvetur til aukinnar matjurtaræktunar í Mosfellsbæ.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
5. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016201601613
Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Verkefnalistinn var unnin í samráði við nefndir og svið bæjarins. Einnig lögð fram til upplýsinga framvinduskýrsla ársins 2015 með skýringum sem óskað var eftir.
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2016 lagður fram ásamt framvinduskýrslu ársins 2015 með skýringum.
6. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015201601291
Bæjarstjórn vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 til umfjöllunar í nefndum bæjarins.
Þjónustukönnun sveitarfélaga fyrir árið 2015 lögð fram til kynningar.