16. janúar 2020 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Beiðni um samstarf vegna verndunar útivistarsvæða201603363
Kynning á niðurstöðu Evrópsks samstarfsverkefnis sem Mosfellsbær tók þátt í gegnum Landgræðsluna um uppbyggingu göngustíga á fjöllum og verndun útivistarsvæða. Fulltrúar Landgræðslunnar koma á fundinn og kynna málið.
Davíð Arnar Stefánsson og Örn Þór Halldórsson fulltrúar Landgræðslunnar komu á fundinn og kynntu verkefnið og lokaskýrslu þess.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir góða kynningu á áhugaverðu málefni.
Umhverfisnefnd leggur til að samstarf við Reykjavíkurborg um viðhald og verndun Úlfarsfells verði aukið sbr. umhverfisstefnu Mosfellsbæjar. Einnig leggur umhverfisnefnd til að skipulagsnefnd hafi þessa vinnu til hliðsjónar við endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar.2. Refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ 2018-2019201910112
Samantektir veiðiskýrslna fyrir refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ til ársins 2019 lagðar fram til kynningar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.
3. Gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ201912163
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðslýst svæði í Mosfellsbæ
Umhverfisnefnd leggur til að Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri, Bjartur Steingrímsson og Michele Rebora fulltrúar í umhverfisnefnd verði fulltrúar Mosfellsbæjar í vinnuhópnum.
- FylgiskjalBeiðni um tilnefningu í samstarfshóp.pdfFylgiskjalFridlyst_svaedi_stadsetning.pdfFylgiskjalFridlysing_Alafoss_friðlýsingarskilmálar_loka.pdfFylgiskjalFridlysingar_Alafoss_hnitasett_kort_Ust_stadfest.pdfFylgiskjalFridlysingar_Tungufoss_friðlýsingarskilmalar_loka.pdfFylgiskjalFridlysingar_Tungufoss_hnitasett_kort_Ust_stadfest.pdfFylgiskjalFridland_Varmarosar_Fridlysingarskilmalar_710_2012.pdfFylgiskjalVarmarosar_afmorkun_20120106.pdf
4. Styrktarsjóður EBÍ 2019 - uppsetning hjólateljara201903491
Kynning á uppsetningu á hjólateljara á samgöngustíg við Vesturlandsveg
Kynning á fyrirhugaðri uppsetningu hjólateljara á samgöngustíg við Vesturlandsveg í Mosfellsbæ.
Lagt fram til kynningar.5. Hönnunarleiðbeingar hjólastíga og lykilleiðir hjólreiða202001075
Kynning á vinnu hjólahóps Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um samræmingu á uppbyggingu hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram til kynningar.
- FylgiskjalSamstarfshópur SSH um hjólreiðar - minnisblað.pdfFylgiskjalSamgöngukerfi hjólreiða um höfuðborgarsvæðið, Mars 2018.pdfFylgiskjalHönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar 2019-12-19.pdfFylgiskjalLykilleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu - kort.pdfFylgiskjalLykilleiðir hjólreiða - Mosfellsbær - kort.pdfFylgiskjalLykilleiðir-Staðsetning hjólavísa-Apríl 2016.pdfFylgiskjalLykilleiðir hjólreiða_Leiðbeiningar-Apríl 2016.pdfFylgiskjalLykilleiðir hjólreiða_Leiðbeiningar-Apríl 2016.pdfFylgiskjal2017-06-Mos-Bláa leiðin-Yfirlit skilta_til_prentunar2.pdfFylgiskjal2016-08-Mos-Gula leiðin-Yfirlit skilta.pdfFylgiskjalMerkingar_hjolaleida_austursvaedi_Mos.pdfFylgiskjalDæmi um hjólastígamerkingu.pdf
6. Ný umferðarlög 2020201912242
Lögð fram til upplýsinga ný umferðarlög
Lagt fram til kynningar.