4. febrúar 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka mál um ráðningu mannauðsstjóra á dagsskrá fundarins.[line][line]Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar tók við ritun fundar klukkan 8.00 þegar Sigurður Snædal vék af fundi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsögn um frumvarp til laga um almennar íbúðir201512342
Bæjarráð vísaði frumvarpinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Umsögnin er lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að taka erindið upp á vettvangi SSH.
2. Umsögn um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga201601578
Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
3. Umsögn um frumvarp til laga um fráveitur, uppbyggingu og rekstur201601579
Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um fráveitur, uppbyggingu og rekstur.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
4. Breyting á gjaldskrá dagforeldra201601126
Gjaldskrá vegna daggæslu barna í heimahúsi lögð fram til samþykktar. Jafnframt lagt fram minnisblað skólafulltrúa.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fagnar þeirri ákvörðun að Mosfellsbær skuli ætla að taka á sig áður fyrirhugaða 5% hækkun á gjaldskrá dagforeldra. Íbúahreyfingin telur engu að síður mikilvægt að hækka það tekjuviðmið sem stuðst er við þegar viðbótarniðurgreiðsla er ákvörðuð, þannig að einstætt foreldri með undir 300 þúsund kr. í laun eigi rétt á 60% viðbótarniðurgreiðslu og einstætt foreldri undir 360 þúsund kr. (að 300 þús.) eigi rétt á 40% viðbótarniðurgreiðslu.
Það segir sig sjálft að einstætt foreldri með ofangreind laun býr við afar kröpp kjör sem kemur niður á aðstöðu barna til að njóta sömu tækifæra og börn frá efnameiri fjölskyldum.Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar 2017.
Gjaldskrá vegna daggæslu barna í heimahúsi samþykkt með þremur atkvæðum.
5. Hönnunarreglur fyrir stoppistöðvar Strætó201601594
Hönnunarreglur fyrir stoppistöðvar Strætó lagðar fram til kynningar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfissviðs til kynningar.
6. Umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak201601610
Óskað umsagnar um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak.
Lagt fram.
7. Jafnréttisfræðsla í efri deildum grunnskóla201602023
Bæjarstjórn vísaði tillögu Íbúahreyfingarinnar um að Mosfellsbær bjóði upp á jafnréttisfræðslu í efri deildum grunnskóla til jafnréttisfulltrúa og framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar. Umsögnin er lögð fram.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að jafnréttisfræðsla í grunnskólum Mosfellsbæjar verði tekin fastari tökum. Það er ekkert að stefnu Mosfellsbæjar í jafnréttismálum en það er framkvæmdin og menntun kennara sem leggja þarf meiri áherslu á.Bæjarráð þakkar fyrir ítarlegt minnisblað jafnréttisfulltrúa og framkvæmdastjóra fræðslusviðs um hvernig staðið hefur verið að jafnréttisfræðslu í grunnskólum bæjarins.
Bæjarráð er sammála um mikilvægi jafnréttisfræðslu og þakkar fyrir það góða starf sem unnið hefur verið um jafnréttisfræðslu á vettvangi grunnskólanna og skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.Fulltrúi S-lista leggur fram málsmeðferðartillögu um að frekari umræðu um jafnréttisfræðslu innan grunnskólanna verði vísað til fræðslunefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til fræðslunefndar.
8. Ráðning mannauðsstjóra 2016201601085
Óskað eftir staðfestingu á ráðningu mannauðsstjóra.
Bæjarráð staðfestir ráðningu Hönnu Guðlaugsdóttur í stöðu mannauðsstjóra Mosfellsbæjar.