Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. febrúar 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson

Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka mál um ráðn­ingu mannauðs­stjóra á dags­skrá fund­ar­ins.[line][line]Aldís Stef­áns­dótt­ir for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar tók við rit­un fund­ar klukk­an 8.00 þeg­ar Sig­urð­ur Snæ­dal vék af fundi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sögn um frum­varp til laga um al­menn­ar íbúð­ir201512342

    Bæjarráð vísaði frumvarpinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Umsögnin er lögð fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að taka er­ind­ið upp á vett­vangi SSH.

  • 2. Um­sögn um frum­varp til laga um vatns­veit­ur sveit­ar­fé­laga201601578

    Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 3. Um­sögn um frum­varp til laga um frá­veit­ur, upp­bygg­ingu og rekst­ur201601579

    Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um fráveitur, uppbyggingu og rekstur.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 4. Breyt­ing á gjaldskrá dag­for­eldra201601126

    Gjaldskrá vegna daggæslu barna í heimahúsi lögð fram til samþykktar. Jafnframt lagt fram minnisblað skólafulltrúa.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar fagn­ar þeirri ákvörð­un að Mos­fells­bær skuli ætla að taka á sig áður fyr­ir­hug­aða 5% hækk­un á gjaldskrá dag­for­eldra. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur engu að síð­ur mik­il­vægt að hækka það tekju­við­mið sem stuðst er við þeg­ar við­bót­arnið­ur­greiðsla er ákvörð­uð, þann­ig að ein­stætt for­eldri með und­ir 300 þús­und kr. í laun eigi rétt á 60% við­bót­arnið­ur­greiðslu og ein­stætt for­eldri und­ir 360 þús­und kr. (að 300 þús.) eigi rétt á 40% við­bót­arnið­ur­greiðslu.
    Það seg­ir sig sjálft að ein­stætt for­eldri með of­an­greind laun býr við afar kröpp kjör sem kem­ur nið­ur á að­stöðu barna til að njóta sömu tæki­færa og börn frá efna­meiri fjöl­skyld­um.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar 2017.

    Gjaldskrá vegna dag­gæslu barna í heima­húsi sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

  • 5. Hönn­un­ar­regl­ur fyr­ir stoppi­stöðv­ar Strætó201601594

    Hönnunarreglur fyrir stoppistöðvar Strætó lagðar fram til kynningar.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­hverf­is­sviðs til kynn­ing­ar.

  • 6. Um­sögn um frum­varp til laga um verslun með áfengi og tóbak201601610

    Óskað umsagnar um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak.

    Lagt fram.

  • 7. Jafn­rétt­is­fræðsla í efri deild­um grunn­skóla201602023

    Bæjarstjórn vísaði tillögu Íbúahreyfingarinnar um að Mosfellsbær bjóði upp á jafnréttisfræðslu í efri deildum grunnskóla til jafnréttisfulltrúa og framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar. Umsögnin er lögð fram.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að jafn­rétt­is­fræðsla í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar verði tekin fast­ari tök­um. Það er ekk­ert að stefnu Mos­fells­bæj­ar í jafn­rétt­is­mál­um en það er fram­kvæmd­in og mennt­un kenn­ara sem leggja þarf meiri áherslu á.

    Bæj­ar­ráð þakk­ar fyr­ir ít­ar­legt minn­is­blað jafn­rétt­is­full­trúa og fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs um hvern­ig stað­ið hef­ur ver­ið að jafn­rétt­is­fræðslu í grunn­skól­um bæj­ar­ins.
    Bæj­ar­ráð er sam­mála um mik­il­vægi jafn­rétt­is­fræðslu og þakk­ar fyr­ir það góða starf sem unn­ið hef­ur ver­ið um jafn­rétt­is­fræðslu á vett­vangi grunn­skól­anna og skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar.

    Full­trúi S-lista legg­ur fram máls­með­ferð­ar­til­lögu um að frek­ari um­ræðu um jafn­rétt­is­fræðslu inn­an grunn­skól­anna verði vísað til fræðslu­nefnd­ar.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til fræðslu­nefnd­ar.

  • 8. Ráðn­ing mannauðs­stjóra 2016201601085

    Óskað eftir staðfestingu á ráðningu mannauðsstjóra.

    Bæj­ar­ráð stað­fest­ir ráðn­ingu Hönnu Guð­laugs­dótt­ur í stöðu mannauðs­stjóra Mos­fells­bæj­ar.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00