28. janúar 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Breyting á þjónustusamningi við dagforeldra201601126
Ósk um samþykki nýrrar gjaldskrár daggæslu barna í heimahúsi og breyttra tekjuviðmiða.
Frestað.
2. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2016201601138
Óskað er heimildar til útgáfu og sölu skuldabréfa í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að semja um og ganga frá útgáfu og sölu skuldabréfa í skuldabréfaflokknum „MOS 15 1“ fyrir allt að 1.000mkr að nafnverði.
3. Umsókn lögbýli Brekkukot í Mosfellsdal undir ferðaþjónustu201601282
Umsögn lögmanns lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
4. Umsögn um frumvarp til laga um húsaleigulög201512341
Umsögn um frumvarp til laga um húsaleigulög.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að veita umsögn um frumvarpið í samræmi við framlagt minnisblað.
5. Umsókn um lóð - Desjamýri 10201601128
Umsókn um úthlutun á lóð við Desjamýri 10.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta Drafnarfelli ehf. lóðinni Desjamýri 10.
6. Helgafellsskóli201503558
VSÓ Ráðgjöf kynnir útboðsgögn og fyrirkomulag vegna hönnunarútboðs á evrópska efnahagssvæðinu vegna uppbyggingar á Helgafellsskóla. Sigurður V. Ásbjarnarson kynnir einnig álit og mat á fjárhagslegum áhrifum byggingarinnar á rekstur og fjárhagsstöðu bæjarins.
Á fundinn mættu undir þessum lið Sigurður Valur Ásbjarnarson frá SVÁ skoðunarstofu, Þorbegur Karlsson, frá VSÓ, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, og Björn Þráinn Þórðarson, framkvæmdastjóri fræðslusviðs.
Lagt fram álit og mat Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar á fjárhagslegum áhrifum byggingar Helgafellsskóla á rekstur og fjárhagsstöðu Mosfellsbæjar, sbr. 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Niðurstaða álits hans er sú að Mosfellsbær muni áfram geta sinnt lögbundnum skyldum sínum þrátt fyrir áform um byggingu Helgafellsskóla í Mosfellsbæ.
Þorbergur Karlsson kynnir útboðsgögn og fyrirkomulag hönnunarútboðs vegna byggingar Helgafellsskóla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út hönnun Helgafellsskóla í samræmi við fyrirliggjandi drög að útboðslýsingu.