Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. janúar 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Breyt­ing á þjón­ustu­samn­ingi við dag­for­eldra201601126

    Ósk um samþykki nýrrar gjaldskrár daggæslu barna í heimahúsi og breyttra tekjuviðmiða.

    Frestað.

  • 2. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2016201601138

    Óskað er heimildar til útgáfu og sölu skuldabréfa í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

    Pét­ur J. Lockton, fjár­mála­stjóri, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að semja um og ganga frá út­gáfu og sölu skulda­bréfa í skulda­bréfa­flokkn­um „MOS 15 1“ fyr­ir allt að 1.000mkr að nafn­verði.

    • 3. Um­sókn lög­býli Brekku­kot í Mos­fells­dal und­ir ferða­þjón­ustu201601282

      Umsögn lögmanns lögð fram.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

      • 4. Um­sögn um frum­varp til laga um húsa­leigu­lög201512341

        Umsögn um frumvarp til laga um húsaleigulög.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að veita um­sögn um frum­varp­ið í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

      • 5. Um­sókn um lóð - Desja­mýri 10201601128

        Umsókn um úthlutun á lóð við Desjamýri 10.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að út­hluta Drafnar­felli ehf. lóð­inni Desja­mýri 10.

      • 6. Helga­fells­skóli201503558

        VSÓ Ráðgjöf kynnir útboðsgögn og fyrirkomulag vegna hönnunarútboðs á evrópska efnahagssvæðinu vegna uppbyggingar á Helgafellsskóla. Sigurður V. Ásbjarnarson kynnir einnig álit og mat á fjárhagslegum áhrifum byggingarinnar á rekstur og fjárhagsstöðu bæjarins.

        Á fund­inn mættu und­ir þess­um lið Sig­urð­ur Val­ur Ás­bjarn­ar­son frá SVÁ skoð­un­ar­stofu, Þor­beg­ur Karls­son, frá VSÓ, Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Pét­ur J. Lockton, fjár­mála­stjóri, og Björn Þrá­inn Þórð­ar­son, fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs.

        Lagt fram álit og mat Sig­urð­ar Vals Ás­bjarn­ar­son­ar á fjár­hags­leg­um áhrif­um bygg­ing­ar Helga­fells­skóla á rekst­ur og fjár­hags­stöðu Mos­fells­bæj­ar, sbr. 66. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011. Nið­ur­staða álits hans er sú að Mos­fells­bær muni áfram geta sinnt lög­bundn­um skyld­um sín­um þrátt fyr­ir áform um bygg­ingu Helga­fells­skóla í Mos­fells­bæ.

        Þor­berg­ur Karls­son kynn­ir út­boðs­gögn og fyr­ir­komulag hönn­unar­út­boðs vegna bygg­ing­ar Helga­fells­skóla.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út hönn­un Helga­fells­skóla í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög að út­boðs­lýs­ingu.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 9:03