2. desember 2015 kl. 18:45,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður S. Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lögræðislög201504286
Tilkynning Innanríkisráðherra um breytingu á lögræðislögum nr. 78/1997 sem taka gildi 1. janúar 2016.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
2. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir starfsemi þyrluþjónustu á Tungubökkum.201510344
Lögð fram umsögn 401. fundar skipulagsnefndar sem bæjarráð óskaði eftir á 1234. fundi, um erindi um aðstöðu fyrir þyrluþjónustu á Tungubökkum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að svara bréfritara í samræmi við umsögn skipulagsnefndar.
3. Styrkbeiðni - Uppgræðsla á Mosfellsheiði201511311
Styrkbeiðni vegna uppgræðslu í beitarhólfinu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn umhverfissviðs.
4. Kjósarhreppur - ósk um endurnýjun samnings um félagsþjónustu201510204
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram ásamt drögum að samningum.
Framlögð drög að samningum samþykkt með þremur atkvæðum og bæjarstjóra falið að undirrita þá.