Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. nóvember 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður S. Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Freyju Leópolds­dótt­ur varð­andi nið­ur­greiðsl­ur til leik­skóla utan Mos­fells­bæj­ar201410188

    Erindi Freyju Leópoldsdóttur varðandi niðurgreiðslur til leikskóla utan Mosfellsbæjar.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra og fræðslu­sviðs til frek­ari skoð­un­ar.

  • 2. Er­indi Karls Páls­son­ar vegna lóð­ar við Hafra­vatn201509161

    Karl Pálsson, sem er með landskika á leigu norðan Hafravatns, hefur óskað eftir að honum verði heimilað að byggja á landinu eða að leigurétturinn verði keyptur af honum. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar, umsögn nefndarinnar frá 400. fundi lögð fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni að svara er­indi bréf­rit­ara í sam­ræmi við minn­is­blað frá 14. októ­ber sl.

  • 3. Er­indi PwC um stað­setn­ingu þrívídd­ar Ís­lands­lík­ans201511100

    Erindi PwC um um staðsetningu þvívíddar Íslandslíkans

    Bæj­ar­ráð er já­kvætt fyr­ir er­ind­inu. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra við­ræð­ur við bréf­rit­ara um stað­setn­ingu verk­efn­is­ins í Mos­fells­bæ og hvern­ig Mos­fells­bær get­ur lagt verk­efn­inu lið.

  • 4. Er­indi Reykja­vík­ur­borg­ar um breyt­ingu á stað­ar­mörk­um Reykja­vík­ur og Mos­fells­bæj­ar201510358

    Reykjavíkurborg óskar eftir að gert verði samkomulag um breytingu á staðarmörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Umsögn lögmanns lögð fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera sam­komulag við Reykja­vík­ur­borg um breyt­ingu á stað­ar­mörk­um sveit­ar­fé­lag­ana í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi gögn og er bæj­ar­stjóra fal­ið að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi drög að sam­komu­lagi þess efn­is.

  • 5. Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði - Selja­dals­náma201510149

    Umsagnir starfsmanna um erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. lagðar fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við fram­lögð minn­is­blöð.

    • 6. Sam­hjálp - ósk um nið­ur­fell­ingu gjalda201510286

      Tillaga bæjarstjóra um styrk á móti gjöldum lögð fram.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka mál þetta á dagskrá fund­ar­ins.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita Sam­hjálp styrk á móti gjöld­um að fjár­hæð kr. 1.200.000 vegna fyr­ir­hug­aðr­ar hús­bygg­ing­ar í Hlað­gerð­ar­koti.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.