19. nóvember 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður S. Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Freyju Leópoldsdóttur varðandi niðurgreiðslur til leikskóla utan Mosfellsbæjar201410188
Erindi Freyju Leópoldsdóttur varðandi niðurgreiðslur til leikskóla utan Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra og fræðslusviðs til frekari skoðunar.
2. Erindi Karls Pálssonar vegna lóðar við Hafravatn201509161
Karl Pálsson, sem er með landskika á leigu norðan Hafravatns, hefur óskað eftir að honum verði heimilað að byggja á landinu eða að leigurétturinn verði keyptur af honum. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar, umsögn nefndarinnar frá 400. fundi lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að svara erindi bréfritara í samræmi við minnisblað frá 14. október sl.
3. Erindi PwC um staðsetningu þrívíddar Íslandslíkans201511100
Erindi PwC um um staðsetningu þvívíddar Íslandslíkans
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra viðræður við bréfritara um staðsetningu verkefnisins í Mosfellsbæ og hvernig Mosfellsbær getur lagt verkefninu lið.
4. Erindi Reykjavíkurborgar um breytingu á staðarmörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar201510358
Reykjavíkurborg óskar eftir að gert verði samkomulag um breytingu á staðarmörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Umsögn lögmanns lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera samkomulag við Reykjavíkurborg um breytingu á staðarmörkum sveitarfélagana í samræmi við fyrirliggjandi gögn og er bæjarstjóra falið að undirrita fyrirliggjandi drög að samkomulagi þess efnis.
5. Malbikunarstöðin Höfði - Seljadalsnáma201510149
Umsagnir starfsmanna um erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. lagðar fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að svara bréfritara í samræmi við framlögð minnisblöð.
6. Samhjálp - ósk um niðurfellingu gjalda201510286
Tillaga bæjarstjóra um styrk á móti gjöldum lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka mál þetta á dagskrá fundarins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita Samhjálp styrk á móti gjöldum að fjárhæð kr. 1.200.000 vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar í Hlaðgerðarkoti.