15. september 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) áheyrnarfulltrúi
- Gyða Vigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
- Þorbjörg María Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Ólafía Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Vilborg Sveinsdóttir varamaður
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-20172014081479
Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar var samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar í október 2014. Framkvæmdaáætlun var lögð fram til fjögurra ára og fylgir hér með yfirlit þar sem farið er yfir stöðu einstakra verkefna miðað við júní 2015. Lagt er upp með að fulltrúar í nefndum og ráðum kynni sér vel efni og innihald jafnréttisáætlunarinnar og kanni hvaða efnishlutar eigi við um málaflokk viðkomandi nefndar og hafi þá til hliðsjónar í stefnumótandi ákvörðunum.
Lagt fram. Fræðslunefnd vísar áætluninni til stofnana sviðsins og óskar eftir að tekið sé tillit til hennar í stefnumótun og markmiðssetningu stofnanna.
2. Námskeið fyrir skólanefndir201509134
Til upplýsinga
Lagt fram.
5. Ársskýrsla sálfræðiþjónustu 2014-2015201509074
Lagt fram til upplýsinga
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur Skólaskrifstofu fór yfir ársskýrsluna.
Ársskýrslan lögð fram.
6. Börn með sérþarfir í grunnskólum, samanburður milli ára 2012-2015201509085
Lagt fram til upplýsinga
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur Skólaskrifstofu fór yfir skýrslu um börn með sérþarfir í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Samantekt vegna skólaársins 2014-15 lögð fram, ásamt samanburði milli áranna 2012-2015.
7. Ársskýrsla Skólaskrifstofu 2014-2015201509137
Lagt fram til upplýsinga
Frestað.
8. Breyting á reglum um frístundasel201506081
Breytingum að reglum vísað aftur til nefndar
Fræðslunefnd leggur til að reglurnar vegna þjónustu í vetrar, jóla- og páskafríum breytist og textinn hljóði svo: "Veita skal 8 tíma þjónustu þá daga sem opið er og er þá greitt fyrir heilan eða hálfan dag. Greiða skal aukið gjald í slíkum fríum og skal þess getið í gjaldskrá."
Skólaskrifstofu falið að gera tillögu að gjaldi til bæjarráðs.
9. Fundaráætlun fræðslunefndar201509230
Lagt fram til upplýsinga
Frestað.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
3. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um að lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa201503509
Á 1219. fundi bæjarráðs 9. júlí sl. var samþykkt að vísa minnisblaði lögmanns bæjarins um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa til umfjöllunar í nefndum bæjarins og var lögmanni falið að því loknu að funda með þeim nefndum sem teldu þess þröf.
Lagt fram.
4. Innkaup á skólavörum2015082225
Bæjarráð óskar eftir því við fræðslunefnd að farið verið yfir hvernig staðið er að innkaupalistum hjá grunnskólum bæjarins og sérstaklega verði horft til hagkvæmnis- og umhverfisjónarmiða. Einnig er ályktun Barnaheilla send nefndinni.
Fræðslunefnd leggur til við grunnskóla bæjarins að horfa til hagkvæmnissjónarmiða þegar kemur að innkaupum heimila á skólagögnum fyrir nemendur, svo draga megi úr kostnaði heimila vegna innkaupa á skólagögnum. Þá verði einnig horft til umhverfissjónarmiða svo endurnýta megi skólagögn milli ára. Jafnframt óskar nefndin eftir að tillögur berist nefndinni að aflokinni skoðun skólanna ásamt kostnaðargreiningu á tillögu Barnaheilla, sem og öðrum tillögum frá skólunum.