Mál númer 201505231
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Leiðir til að auka menntun starfsmanna leikskóla Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 313. fundar fræðslunefndar á 660. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. nóvember 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #313
Leiðir til að auka menntun starfsmanna leikskóla Mosfellsbæjar
Skólafulltrúi fór yfir hugmyndir um hvernig bregðast megi við hvatningu um menntun til leikskólakennara.
Lagt er til að fela Skólaskrifstofu að móta frekari reglur um stuðning við starfsfólk leikskóla Mosfellsbæjar sem leitar sér menntunar í leikskólakennarafræðum. Reglurnar verða síðan lagðar fyrir fræðslunefnd til umfjöllunar og staðfestingar.
- 3. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #651
Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla
Afgreiðsla 308. fundar fræðslunefndar samþykkt á 651. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. maí 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #308
Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla
Fræðslunefnd tekur undir hvatningu Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu menntunar meðal starfsmanna í leikskólum bæjarins og felur fræðsluskrifstofu að leggja mat á mögulegar leiðir til að hækka menntunarstigið í samvinnu við leikskólastjórnendur og kynna fyrir nefndinni.