Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. mars 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Bjarna Thors varð­andi skipt­ingu lóð­ar - Lága­fell 2201501504

    Umbeðin umsögn um skiptingu lóðarinnar Lágafells 2 í tvær lóðir.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila skipt­ingu lóð­ar­inn­ar gegn því að um­sækj­andi beri af henni kostn­að. Bygg­ing­ar­full­trúa er fal­ið að af­greiða mál­ið.

    • 2. Er­indi frá Yrkju - beiðni um stuðn­ing201502127

      Umsókn um fjárstyrk að fjárhæð kr. 150.000 til að halda áfram starfi Yrkju sem styrkir trjáplöntun grunnskólabarna.

      Bæj­ar­ráð get­ur ekki fall­ist á um­beðna styrk­veit­ingu þar sem hún fell­ur ekki inn­an fjár­hags­áætl­un­ar.

      • 3. Er­indi Li­ons­klúbbs Mos­fells­bæj­ar varð­andi ósk um stuðn­ing vegna Li­ons­þings201502191

        Ósk Lionsklúbbs Mosfellsbæjar um stuðning vegna Lionsþings 2016.

        Ósk Li­ons­klúbbs­ins um að fá lán­aða að­stöðu í Lága­fell­skóla og íþrótta­sal­inn að Lága­felli til að halda lands­þing í apríl nk. er sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um. Fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs er fal­ið að út­færa nán­ar fyr­ir­komu­lag­ið í sam­ráði við starfs­menn bæj­ar­ins og Li­ons­klúbb­inn.

        • 4. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans-ósk um sam­st­arf bæj­ar­yf­ir­valda í mál­efn­um er varða heim­il­isof­beldi201412143

          Erindi Lögreglustjórans-ósk um samstarf bæjaryfirvalda í málefnum er varða heimilisofbeldi. Umsagnir starfsmanna lagðar fram.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær taki þátt í verk­efni lög­reglu­stjór­ans í mál­efn­um er varða heim­il­isof­beldi í sam­ræmi við það fyr­ir­komulag sem til­greint er í um­sögn fjöl­skyldu­sviðs. Fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs er fal­ið að vinna mál­ið áfram.

          • 5. Er­indi Nor­ræna fé­lags­ins varð­andi sum­arstörf fyr­ir Nor­djobb sum­ar­ið 2015201502309

            Norræna félagið óskar eftir því að Mosfellsbær ráði tvo sumarstarfsmenn í nafni verkefnisins Nordjobb.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu.

            • 6. Ný und­ir­göng við Hlíð­ar­tún201412139

              Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga frá samkomulagi við Vegagerðina um framkvæmd undirganga við Hlíðartún í samræmi við meðfylgjandi drög.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að ganga frá sam­komu­lagi við Vega­gerð­ina um fram­kvæmd und­ir­ganga við Hlíð­ar­tún í sam­ræmi við með­fylgj­andi drög.

              • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um seink­un klukk­unn­ar og bjart­ari morgna201503012

                Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.

                Lagt fram.

                • 8. Upp­taka bæj­ar­stjórn­ar­funda201503028

                  Lögð fram til samþykktar drög að samkomulagi vegna upptöku bæjarstjórnarfunda.

                  Um­ræð­ur fóru fram. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fresta af­greiðslu máls­ins.

                  • 9. Um­sókn um lóð við Desja­mýri 2 í Mos­fells­bæ201502366

                    Umsókn Matthíasar ehf. um lóð við Desjamýri 2. Upplýsingar umsækjanda um byggingaráform og starfsemi lagðar fram.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra áfram­hald­andi vinnu við mál­ið.

                    • 10. Um­sókn um lóð við Desja­mýri 2 í Mos­fells­bæ201502416

                      Umsókn Heimabæjar ehf. um lóð við Desjamýri 2 lögð fram. Þegar hefur verið óskað sömu upplýsinga frá umsækjanda og óskað var frá Matthíasi ehf. og verður þeim komið inn á fundargátt um leið og þær berast.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra áfram­hald­andi vinnu við mál­ið.

                      • 11. Um­sókn um lóð Desja­mýri 4201503032

                        Umsókn Brautargils ehf. um lóð við Desjamýri 4 lögð fram. Þegar hefur verið óskað sömu upplýsinga frá umsækjanda og óskað var frá umsækjanda um Desjamýri 2 og verður þeim komið inn á fundargátt um leið og þær berast.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra áfram­hald­andi vinnu við mál­ið.

                        • 12. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til­laga um or­lof hús­mæðra201502351

                          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp tillaga um orlof húsmæðra. Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að senda um­sögn í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.