5. mars 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Bjarna Thors varðandi skiptingu lóðar - Lágafell 2201501504
Umbeðin umsögn um skiptingu lóðarinnar Lágafells 2 í tvær lóðir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila skiptingu lóðarinnar gegn því að umsækjandi beri af henni kostnað. Byggingarfulltrúa er falið að afgreiða málið.
2. Erindi frá Yrkju - beiðni um stuðning201502127
Umsókn um fjárstyrk að fjárhæð kr. 150.000 til að halda áfram starfi Yrkju sem styrkir trjáplöntun grunnskólabarna.
Bæjarráð getur ekki fallist á umbeðna styrkveitingu þar sem hún fellur ekki innan fjárhagsáætlunar.
3. Erindi Lionsklúbbs Mosfellsbæjar varðandi ósk um stuðning vegna Lionsþings201502191
Ósk Lionsklúbbs Mosfellsbæjar um stuðning vegna Lionsþings 2016.
Ósk Lionsklúbbsins um að fá lánaða aðstöðu í Lágafellskóla og íþróttasalinn að Lágafelli til að halda landsþing í apríl nk. er samþykkt með þremur atkvæðum. Framkvæmdastjóra fræðslusviðs er falið að útfæra nánar fyrirkomulagið í samráði við starfsmenn bæjarins og Lionsklúbbinn.
4. Erindi Lögreglustjórans-ósk um samstarf bæjaryfirvalda í málefnum er varða heimilisofbeldi201412143
Erindi Lögreglustjórans-ósk um samstarf bæjaryfirvalda í málefnum er varða heimilisofbeldi. Umsagnir starfsmanna lagðar fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í verkefni lögreglustjórans í málefnum er varða heimilisofbeldi í samræmi við það fyrirkomulag sem tilgreint er í umsögn fjölskyldusviðs. Framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs er falið að vinna málið áfram.
5. Erindi Norræna félagsins varðandi sumarstörf fyrir Nordjobb sumarið 2015201502309
Norræna félagið óskar eftir því að Mosfellsbær ráði tvo sumarstarfsmenn í nafni verkefnisins Nordjobb.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
6. Ný undirgöng við Hlíðartún201412139
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga frá samkomulagi við Vegagerðina um framkvæmd undirganga við Hlíðartún í samræmi við meðfylgjandi drög.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ganga frá samkomulagi við Vegagerðina um framkvæmd undirganga við Hlíðartún í samræmi við meðfylgjandi drög.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna201503012
Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.
Lagt fram.
8. Upptaka bæjarstjórnarfunda201503028
Lögð fram til samþykktar drög að samkomulagi vegna upptöku bæjarstjórnarfunda.
Umræður fóru fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins.
9. Umsókn um lóð við Desjamýri 2 í Mosfellsbæ201502366
Umsókn Matthíasar ehf. um lóð við Desjamýri 2. Upplýsingar umsækjanda um byggingaráform og starfsemi lagðar fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra áframhaldandi vinnu við málið.
10. Umsókn um lóð við Desjamýri 2 í Mosfellsbæ201502416
Umsókn Heimabæjar ehf. um lóð við Desjamýri 2 lögð fram. Þegar hefur verið óskað sömu upplýsinga frá umsækjanda og óskað var frá Matthíasi ehf. og verður þeim komið inn á fundargátt um leið og þær berast.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra áframhaldandi vinnu við málið.
11. Umsókn um lóð Desjamýri 4201503032
Umsókn Brautargils ehf. um lóð við Desjamýri 4 lögð fram. Þegar hefur verið óskað sömu upplýsinga frá umsækjanda og óskað var frá umsækjanda um Desjamýri 2 og verður þeim komið inn á fundargátt um leið og þær berast.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra áframhaldandi vinnu við málið.
12. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp tillaga um orlof húsmæðra201502351
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp tillaga um orlof húsmæðra. Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda umsögn í samræmi við framlagt minnisblað.