18. september 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málþing um þjónustu við nýbúa af erlendum uppruna201407110
Málþing Sambands ísl. sveitarfélaga um þjónustu við nýbúa af erlendum uppruna sem haldið verður þann 14. nóvember 2014, óskað er að Mosfellsbær tilnefni tengilið vegna málþingsins, ásamt hvatningu til að fyglja stefnu sambandsins um þjónustu við nýbúa af erlendum uppruna.
Samþykkt með þremur atkvæðum að skipaður verði starfshópur í samræmi við tillögu framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og að forstöðumanni kynningarmála verði falið að kalla hann saman. Hópnum verði falið að ákveða hvaða einstaklingur í hópnum verði fulltrúi Mosfellsbæjar vegna undirbúnings málþings sambandsins 14. nóvember 2014.
2. Gjaldskrá um gatnagerðargjald í Mosfellsbæ201409220
Lögð er fram breyting á samþykkt um gatnagerðargjald.
Afgreiðslu frestað.
3. Erindi Önnu Sigríðar Guðnadóttur varðandi endurskoðum lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar201409245
Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir að lýðræðisstefna Mosfellsbæjar sem samþykkt var í október 2011 verði tekin til endurskoðunar m.a. í ljósi þeirrar reynslu sem á hana er komin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að kalla eftir greinargerð frá umsjónarmönnum lýðræðisstefnunnar um stöðu og framkvæmd hennar frá því hún var samþykkt.
4. Erindi Önnu Sigríðar Guðnadóttur varðandi fund með "Miðbæjarskólahópi"201409246
Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að bæjarfulltrúar og kjörnir nefndarmenn í fræðslunefnd og skipulagsnefnd fundi með þeim aðilum sem lagt hafa fram tillögur varðandi byggingu skóla miðsvæðis í bænum, sbr. gögn sem fylgja máli - 201301573 - Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ, Miðbæjarskóli í Mosfellsbæ, kynning íbúafulltrúa 11. jun. 2014 á dagskrá skipulagsnefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til skipulagsnefndar þar sem efnisatriði hennar eru þar til meðferðar.
5. Erindi Báru Sigurðardóttur varðandi gatnagerðargjald201409259
Erindi Báru Sigurðardóttur þar sem óskað er undanþágu frá greiðslu gatnagerðargjalds af viðbyggingu við Reykjadal 2.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs og byggingarfulltrúa.
6. Framkvæmdir 2013-2014201401635
Um er að ræða kynningu á helstu framkvæmdum á vegum Mosfellsbæjar 2014. Framkvæmdastjóri umhverfissviðs mætir á fundinn.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Jóhanna fór yfir yfirlit yfir framkvæmdir ársins.