27. mars 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gatnagerð Reykjahvoli og Bjargslundi200607122
Varðandi framkvæmdir við Reykjahvol, erindi frá Guðrúnu Ólafsdóttur varðandi yfirlýsingu um að framkvæmdum við Reykjahvol verði lokið eigi síðar en eftir fimm ár.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
2. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið201112127
Vatnvernd á höfuðborgarsvæðinu - Heildarendurskoðun. Kynning á tillögu á vinnslustigi.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.
3. Erindi Guðjóns Jenssonar varðandi verkefnisstyrk201403011
Guðjón Jensson sækir um verkefnisstyrk varðandi heimildaritun um Mosfellsheiði. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar menningarmálanefndar.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu201403409
Utanríkismálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, 340. mál.
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir það sjónarmið sem sterkt hefur komið fram í umræðum að undanförnu um þetta mál að þjóðin hafi aðkomu i þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður og síðar um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mikilvægt er að sem breiðust sátt verði um næstu skref vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Bæjarráð skorar á og treystir því að kjörnir fulltrúar á vettvangi Alþingis leiði málið til lykta svo að sem mest sátt megi nást um þetta mikilvæga mál.
Bæjarráðsmenn D lista bóka þá afstöðu sína að viðhafa hefði átt þjóðaratkvæðagreiðslu áður en aðildarviðræður hófust á sínum tíma við Evrópusambandið.5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið201403412
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, 344. mál.
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir það sjónarmið sem sterkt hefur komið fram í umræðum að undanförnu um þetta mál að þjóðin hafi aðkomu i þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður og síðar um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mikilvægt er að sem breiðust sátt verði um næstu skref vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Bæjarráð skorar á og treystir því að kjörnir fulltrúar á vettvangi Alþingis leiði málið til lykta svo að sem mest sátt megi nást um þetta mikilvæga mál.
Bæjarráðsmenn D lista bóka þá afstöðu sína að viðhafa hefði átt þjóðaratkvæðagreiðslu áður en aðildarviðræður hófust á sínum tíma við Evrópusambandið.6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar201403413
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar, 352. mál.
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir það sjónarmið sem sterkt hefur komið fram í umræðum að undanförnu um þetta mál að þjóðin hafi aðkomu i þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður og síðar um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mikilvægt er að sem breiðust sátt verði um næstu skref vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Bæjarráð skorar á og treystir því að kjörnir fulltrúar á vettvangi Alþingis leiði málið til lykta svo að sem mest sátt megi nást um þetta mikilvæga mál.
Bæjarráðsmenn D lista bóka þá afstöðu sína að viðhafa hefði átt þjóðaratkvæðagreiðslu áður en aðildarviðræður hófust á sínum tíma við Evrópusambandið.7. Ársreikningur Sorpu bs 2013201403410
Ársreikningur Sorpu bs 2013 sem samþykktur var á stjórnarfundi þann 3. mars 2014.
Ársreikningurinn lagður fram.
8. Erindi Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs varðandi verkefnið Vistvang o.fl.201403444
Erindi Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs varðandi verkefnið Vistvang og staðarval gas- og jarðgerðarstöðvar fyrir höfuðborgarsvæðið.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfissviðs.
9. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um hreinsun ofanvatns í Mosfellsbæ201403460
Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis þar sem eftirlitið hvetur til þess að Mosfellsbær láti kortleggja þá staði sem æskilegt er að hreinsa ofanvatn frá íbúðar og iðnaðarhverfum.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs þar sem m.a. verði skoðað hvernig önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu standa að málum.
10. ESB-viðræður, áskorun201403469
Erindi áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jónasar Sigurðssonar þar sem lögð er fram tillaga um að skora á Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu.
Í ljósi afgreiðslu bæjarráðs á umsögnum til Alþingis, erindi nr. 201403409, 201403412 og 201403413, degur flutningsmaður tillögu sína til baka.
11. Ungmennaráð201403503
Til umræðu er tillaga sem afgreidd var á 621. fundi bæjarstjórnar um greiðslur til Ungmennaráðs.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.