17. mars 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Lísa Sigríður Greipsson aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Bjarni Þór Ólafsson 1. varamaður
- Marta Hildur Richter menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Veislugarðs ehf. varðandi leigu á Hlégarði201402246
Veislugarður ehf. hefur sagt upp leigusamningi um aðstöðu í Hlégarði. Bæjarráð fól bæjarstjóra að koma með tillögu um framtíðarskipan mála Hlégarðs. Bæjarstjóri mætir á fund Menningarmálanefndar sem er Hlégarðsnefnd til að fara yfir málið.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri fór yfir stöðu mála og leitaði samráðs við nefndina um nýtingarmögluleika Hlégarðs eftir að núverandi vert lætur að störfum.
Menningarmálanefnd leggur áherslu á að í menningarstefnu Mosfellsbæjar er lögð áhersla á að bærinn stuðli að varðveislu menningarminja og hugi að byggingararfi sveitarfélagsins. Sérstaklega verði horft til þeirra menningarverðmæta sem Hlégarður er.
Nefndin styður það að leitað verði til bæjarbúa um hugmyndir um nýtingu hússins og þegar fyrir liggja hugmyndir um nýtingu verði þær kynntar menningarmálanefnd.
2. Erindi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá201310253
Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.
Lagt fram.
3. Erindi Guðjóns Jenssonar varðandi verkefnisstyrk201403011
Guðjón Jensson sækir um verkefnisstyrk varðandi heimildaritun um Mosfellsheiði. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar menningarmálanefndar.
Umsögn send bæjarráði.
4. Menningarvor 2014201403141
Kynnt dagskrá menningarvors í Mosfellsbæ árið 2014.
Birt til kynningar og bæjarbúar hvattir til að mæta.
5. Mosfellsbær 1814 - 200 ára afmæli stjórnarskrár Noregs201403143
Skien, vinabær Mosfellsbæjar, heldur upp á 200 ára afmæli Grundloven - stjórnarskrár Noregs. Að því tilefni er gefinn út bæklingur á vegum bæjarins þar sem gefin er aldarfarslýsing á vinabæjum frá þeim tíma. Magnús Guðmundsson sagnfræðingur og Helga Jónsdóttir verkefnisstjóri vinabæjarmála hjá Mosfellsbæ standa fyrir samantekt um Mosfellsbæ árið 1814.
Lagt fram.
6. Vinabæjarmót 2014 - unglingamót 2014201403142
Fyrir dyrum stendur vinabæjarmót. Hér eru lögð fram heimboð til Uddevalla 2014.
Þema vinabæjarmótsins 2014 í Uddevalla er lýðheilsa. Lagt er til að 6 aðilar fari á vegum bæjarins.
7. Starfsáætlun Lista- og menningarsjóðs 2014201403052
Lagt fram fjárhagsyfirlit fyrir Lista- og menningarsjóð 2013 og lögð drög að áætlun sjóðsins fyrir 2014.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar leggur til við bæjarstjórn að starfsáætlun Lista- og menningarsjóðs verði með eftirfarandi hætti:
Í sjóðinn renni 2 milljónir í samræmi við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014. Útgjöld sjóðsins verði með eftirfarandi hætti:
Efling menningarstarfssemi 1.500.000,-
Árlegir styrkir nefndarinnar til lista- og menningarmála 2.200.000,-8. Fjárveitingar til lista- og menningarmála 2014201401513
Lagðar fram umsóknir um fjárveitingar til lista- og menningarmála árið 2014.
Menningarmálanefnd leggur til að úthlutun fjárveitinga til lista- og menningarmála árið 2014 verði með eftirfarandi hætti:
Óðinsauga 150.000, Gljúfrasteinn 400.000, Arnhildur Valgarðsdóttir 200.000, Ari Trausti Guðmundsson 400.000, Halldór Þorgeirsson 400.000, Gerður Kristný 200.000, Álafosskór, Stöllurnar - kór, Kvennakórinn Heklurnar, Kirkjukór Lágafellssóknar, Kammerkór Mosfellsbæjar, Mosfellskórinn hver og einn 70.000.