Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. mars 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Lísa Sigríður Greipsson aðalmaður
  • Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarni Þór Ólafsson 1. varamaður
  • Marta Hildur Richter menningarsvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Veislugarðs ehf. varð­andi leigu á Hlé­garði201402246

    Veislugarður ehf. hefur sagt upp leigusamningi um aðstöðu í Hlégarði. Bæjarráð fól bæjarstjóra að koma með tillögu um framtíðarskipan mála Hlégarðs. Bæjarstjóri mætir á fund Menningarmálanefndar sem er Hlégarðsnefnd til að fara yfir málið.

    Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri fór yfir stöðu mála og leit­aði sam­ráðs við nefnd­ina um nýt­ing­ar­möglu­leika Hlé­garðs eft­ir að nú­ver­andi vert læt­ur að störf­um.

    Menn­ing­ar­mála­nefnd legg­ur áherslu á að í menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar er lögð áhersla á að bær­inn stuðli að varð­veislu menn­ing­ar­minja og hugi að bygg­ing­ar­arfi sveit­ar­fé­lags­ins. Sér­stak­lega verði horft til þeirra menn­ing­ar­verð­mæta sem Hlé­garð­ur er.

    Nefnd­in styð­ur það að leitað verði til bæj­ar­búa um hug­mynd­ir um nýt­ingu húss­ins og þeg­ar fyr­ir liggja hug­mynd­ir um nýt­ingu verði þær kynnt­ar menn­ing­ar­mála­nefnd.

    • 2. Er­indi rétt sveit­ar­stjórn­ar­manna til að fá mál tekin á dagskrá201310253

      Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.

      Lagt fram.

      • 3. Er­indi Guð­jóns Jens­son­ar varð­andi verk­efn­is­styrk201403011

        Guðjón Jensson sækir um verkefnisstyrk varðandi heimildaritun um Mosfellsheiði. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar menningarmálanefndar.

        Um­sögn send bæj­ar­ráði.

        • 4. Menn­ing­ar­vor 2014201403141

          Kynnt dagskrá menningarvors í Mosfellsbæ árið 2014.

          Birt til kynn­ing­ar og bæj­ar­bú­ar hvatt­ir til að mæta.

          • 5. Mos­fells­bær 1814 - 200 ára af­mæli stjórn­ar­skrár Nor­egs201403143

            Skien, vinabær Mosfellsbæjar, heldur upp á 200 ára afmæli Grundloven - stjórnarskrár Noregs. Að því tilefni er gefinn út bæklingur á vegum bæjarins þar sem gefin er aldarfarslýsing á vinabæjum frá þeim tíma. Magnús Guðmundsson sagnfræðingur og Helga Jónsdóttir verkefnisstjóri vinabæjarmála hjá Mosfellsbæ standa fyrir samantekt um Mosfellsbæ árið 1814.

            Lagt fram.

            • 6. Vina­bæj­armót 2014 - ung­linga­mót 2014201403142

              Fyrir dyrum stendur vinabæjarmót. Hér eru lögð fram heimboð til Uddevalla 2014.

              Þema vina­bæj­ar­móts­ins 2014 í Uddevalla er lýð­heilsa. Lagt er til að 6 að­il­ar fari á veg­um bæj­ar­ins.

              • 7. Starfs­áætlun Lista- og menn­ing­ar­sjóðs 2014201403052

                Lagt fram fjárhagsyfirlit fyrir Lista- og menningarsjóð 2013 og lögð drög að áætlun sjóðsins fyrir 2014.

                Menn­ing­ar­mála­nefnd Mos­fells­bæj­ar legg­ur til við bæj­ar­stjórn að starfs­áætlun Lista- og menn­ing­ar­sjóðs verði með eft­ir­far­andi hætti:

                Í sjóð­inn renni 2 millj­ón­ir í sam­ræmi við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2014. Út­gjöld sjóðs­ins verði með eft­ir­far­andi hætti:
                Efl­ing menn­ing­ar­starfs­semi 1.500.000,-
                Ár­leg­ir styrk­ir nefnd­ar­inn­ar til lista- og menn­ing­ar­mála 2.200.000,-

                • 8. Fjár­veit­ing­ar til lista- og menn­ing­ar­mála 2014201401513

                  Lagðar fram umsóknir um fjárveitingar til lista- og menningarmála árið 2014.

                  Menn­ing­ar­mála­nefnd legg­ur til að út­hlut­un fjár­veit­inga til lista- og menn­ing­ar­mála árið 2014 verði með eft­ir­far­andi hætti:

                  Óð­insauga 150.000, Gljúfra­steinn 400.000, Arn­hild­ur Val­garðs­dótt­ir 200.000, Ari Trausti Guð­munds­son 400.000, Halldór Þor­geirs­son 400.000, Gerð­ur Kristný 200.000, Ála­fosskór, Stöll­urn­ar - kór, Kvennakór­inn Heklurn­ar, Kirkju­kór Lága­fells­sókn­ar, Kammerkór Mos­fells­bæj­ar, Mos­fell­skór­inn hver og einn 70.000.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00