11. júní 2015 kl. 17:00,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kynning á starfsemi og hlutverki umhverfisnefndar og umhverfissviðs Mosfellsbæjar201402235
Kynning á starfsemi og hlutverki umhverfisnefndar og umhverfissviðs Mosfellsbæjar á opnum fundi umhverfisnefndar á Kaffihúsinu Álafossi í Mosfellsbæ
Í upphafi fundarins kynntu nefndarmenn í umhverfisnefnd og starfsmenn nefndarinnar sig í stuttu máli.
Að því loknu kynnti Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri starfsemi umhverfisnefndar og umhverfissviðs Mosfellsbæjar, ásamt helstu verkefnum.
Að kynningu lokinni var gefið tækifæri til spurninga um stjórnsýslu umhverfismála í Mosfellsbæ.2. Kynning á umhverfisstarfi skólastofnana í Mosfellsbæ 2015201506041
Skólastofnanir í Mosfellsbæ kynna það umhverfisstarf sem fram fer í skólum bæjarins.
Á fundinn komu fulltrúar grunnskólanna í Mosfellsbæ og kynntu umhverfisstarf í sínum skóla.
Úrsúla Junemann kennari og fulltrúi í umhverfisnefnd Varmárskóla kynnti útikennslu og umhverfisfræðslu í Varmárskóla sem státar af Grænfánavottun 2012 og 2014, ásamt umhverfissáttmála Varmárskóla og starfsemi umhverfisnefnda í skólanum.
Þrúður Hjelm skólastjóri og Sveinbjörg Sigurðardóttir kennari kynntu starfsemi Krikaskóla í umhverfismálum og útkennslu þar sem lögð er áhersla á samfellu í leik- og námi barna og sjálfstæða upplifun nemenda.
Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir kennari í Lágafellsskóla kynnti umhverfisstarf í Lágafellsskóla, áherslur starfsmanna og nemenda á flokkun og endurvinnslu, og vinnu skólans við að fá Grænfánann árið 2016, en skólinn er nú á Grænni grein.Að kynningum loknum var boðið uppá fyrirspurnir og umræður um umhverfisstarf í skólastofnunum bæjarins.
Almenn ánægja kom fram með það mikla og fjölbreytta umhverfisstarf sem fram fer í skólum í Mosfellsbæ.3. Almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ201402236
Boðið uppá almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ á opnum fundi umhverfisnefndar á Kaffíhúsinu Álafossi í Mosfellsbæ
Formaður umhverfisnefndar opnaði fyrir almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ.
Fjölbreyttar fyrirspurnir bárust bæði til nefndarmanna í umhverfisnefnd og starfsmanna umhverfissviðs varðandi ýmis umhverfismál.
1) Rætt var um aðgerðir til varnar lúpínu og skógarkerfli. Starfsmenn umhverfissviðs upplýstu um að vinna sé í gangi við að kortleggja lúpínu, skógarkerfil og bjarnarkló í Mosfellsbæ, í samvinnu við sérfræðinga hjá Langræðslu ríkisins og að von sé á niðurstöðu í sumar í formi skýrslu þar sem kortlagning þessara ágengu tegunda kemur fram og tillögur að aðgerðum til varnar þeim.
2) Rætt var um moltugerð og kosti hennar og galla.
3) Rætt var um vandamál vegna lagningu húsbíla og stórra frístundavagna í íbúagötum, þar sem þau taki bílastæði frá íbúum, skapi slysahættu og séu umhverfislýti. Rætt um möguleika á að fjölga bílastæðum fyrir slík tæki utan íbúahverfa.
4) Rætt um utanvegaakstur í útmörk Mosfellsbæjar, og sérstaklega rætt um gamla Þingvallaveginn á Mosfellsheiði. Upplýst var um þá vinnu sem er í gangi við takmörkun á akstri vélknúinna ökutækja á Úlfarsfelli, og vinnu sérstaks vinnuhóps um kortlagningu slóða í útmörk Mosfellsbæjar, sem ætlað er að skýra betur hvar heimilt sé að aka og hvar ekki.
5) Rætt um slælega umhirðu og frágang í kringum rafmagnsskúr í Tröllateig, sem rafmagnsveitan hefur ekki sinnst sem skyldi.
6) Rætt um akstur út fyrir vegi í kringum bensínstöð Atlantsolíu við Krikahverfi, og hvernig hægt sé að bregðast við því.
7) Skammadalsfélagið kynnti sinn félagsskap, en það er hópur fólks sem vill hag Skammadals sem mestan. Í ár mun vera 50 ára afmæli matjurtagarðanna. Rætt var um matjurtagarðana á svæðinu og skemmtilegt umhverfi sem þar er að finna.
8) Rætt var um gróður utan lóðarmarka og vandamál því tengdu. Upplýst var um átak hjá bænum til að hvetja eigendur lóða þar sem gróður nær út fyrir lóðarmörk til að klippa og snyrta sín tré til að koma í veg fyrir óþægindi og slysahættu. Góðar upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu bæjarins.
9) Rætt um umhirðu á opinum svæðum, og hvatt til að gryjsað væri meira.
10) Rætt um eyðingu á ref í sveitarfélaginu. Misjafnar skoðanir komu fram á nauðsyn þess að eyða ref, en Mosfellsbær hefur lagt áherslu á að halda refastofninum nálægt híbýlum manna í lágmarki. Umhverfisnefnd fær árlega skýrslu um veiðar á ref og mink í Mosfellsbæ.
11) Rætt um ruslatunnur við göngustíga. Í Mosfellsbæ eru nú um 80 ruslatunnur við göngustíga og opin svæði bæjarins. Staðsetning þeirra hefur verið kortlögð og metið hvar þörf er á fleri tunnum. Unnið er að fjölgun ruslatunna skv. forgangsröðun í samræmi við fjárhagsáætlun.
12) Rætt um fjúkandi rusl í bænum og þörf á að hreinsa reglulega. Þjónustustöð bæjarins sér um hreinsun á opnum svæðum, en Vegagerðin ber ábyrgð á hreinsun meðfram Vesturlandsvegi og Þingvallarvegi.