Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. júní 2015 kl. 17:00,
fundarherbergi bæjarstjórnar


Fundinn sátu

  • Örn Jónasson (ÖJ) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
  • Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
  • Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kynn­ing á starf­semi og hlut­verki um­hverf­is­nefnd­ar og um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar201402235

    Kynning á starfsemi og hlutverki umhverfisnefndar og umhverfissviðs Mosfellsbæjar á opnum fundi umhverfisnefndar á Kaffihúsinu Álafossi í Mosfellsbæ

    Í upp­hafi fund­ar­ins kynntu nefnd­ar­menn í um­hverf­is­nefnd og starfs­menn nefnd­ar­inn­ar sig í stuttu máli.
    Að því loknu kynnti Tóm­as G. Gíslason um­hverf­is­stjóri starf­semi um­hverf­is­nefnd­ar og um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar, ásamt helstu verk­efn­um.
    Að kynn­ingu lok­inni var gef­ið tæki­færi til spurn­inga um stjórn­sýslu um­hverf­is­mála í Mos­fells­bæ.

    • 2. Kynn­ing á um­hverf­is­starfi skóla­stofn­ana í Mos­fells­bæ 2015201506041

      Skólastofnanir í Mosfellsbæ kynna það umhverfisstarf sem fram fer í skólum bæjarins.

      Á fund­inn komu full­trú­ar grunn­skól­anna í Mos­fells­bæ og kynntu um­hverf­is­st­arf í sín­um skóla.

      Úrsúla Ju­nem­ann kenn­ari og full­trúi í um­hverf­is­nefnd Varmár­skóla kynnti úti­kennslu og um­hverf­is­fræðslu í Varmár­skóla sem stát­ar af Græn­fána­vott­un 2012 og 2014, ásamt um­hverf­is­sátt­mála Varmár­skóla og starf­semi um­hverf­is­nefnda í skól­an­um.

      Þrúð­ur Hjelm skóla­stjóri og Svein­björg Sig­urð­ar­dótt­ir kenn­ari kynntu starf­semi Krika­skóla í um­hverf­is­mál­um og út­kennslu þar sem lögð er áhersla á sam­fellu í leik- og námi barna og sjálf­stæða upp­lif­un nem­enda.

      Ingi­björg Rósa Ívars­dótt­ir kenn­ari í Lága­fells­skóla kynnti um­hverf­is­st­arf í Lága­fells­skóla, áhersl­ur starfs­manna og nem­enda á flokk­un og end­ur­vinnslu, og vinnu skól­ans við að fá Græn­fán­ann árið 2016, en skól­inn er nú á Grænni grein.

      Að kynn­ing­um lokn­um var boð­ið uppá fyr­ir­spurn­ir og um­ræð­ur um um­hverf­is­st­arf í skóla­stofn­un­um bæj­ar­ins.
      Al­menn ánægja kom fram með það mikla og fjöl­breytta um­hverf­is­st­arf sem fram fer í skól­um í Mos­fells­bæ.

      • 3. Al­menn­ar fyr­ir­spurn­ir og um­ræð­ur um um­hverf­is­mál í Mos­fells­bæ201402236

        Boðið uppá almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ á opnum fundi umhverfisnefndar á Kaffíhúsinu Álafossi í Mosfellsbæ

        Formað­ur um­hverf­is­nefnd­ar opn­aði fyr­ir al­menn­ar fyr­ir­spurn­ir og um­ræð­ur um um­hverf­is­mál í Mos­fells­bæ.
        Fjöl­breytt­ar fyr­ir­spurn­ir bár­ust bæði til nefnd­ar­manna í um­hverf­is­nefnd og starfs­manna um­hverf­is­sviðs varð­andi ýmis um­hverf­is­mál.
        1) Rætt var um að­gerð­ir til varn­ar lúpínu og skóg­ar­kerfli. Starfs­menn um­hverf­is­sviðs upp­lýstu um að vinna sé í gangi við að kort­leggja lúpínu, skóg­ar­kerf­il og bjarn­arkló í Mos­fells­bæ, í sam­vinnu við sér­fræð­inga hjá Lang­ræðslu rík­is­ins og að von sé á nið­ur­stöðu í sum­ar í formi skýrslu þar sem kort­lagn­ing þess­ara ágengu teg­unda kem­ur fram og til­lög­ur að að­gerð­um til varn­ar þeim.
        2) Rætt var um moltu­gerð og kosti henn­ar og galla.
        3) Rætt var um vanda­mál vegna lagn­ingu hús­bíla og stórra frí­stunda­vagna í íbúa­göt­um, þar sem þau taki bíla­stæði frá íbú­um, skapi slysa­hættu og séu um­hverf­is­lýti. Rætt um mögu­leika á að fjölga bíla­stæð­um fyr­ir slík tæki utan íbúa­hverfa.
        4) Rætt um ut­an­vega­akst­ur í út­mörk Mos­fells­bæj­ar, og sér­stak­lega rætt um gamla Þing­valla­veg­inn á Mos­fells­heiði. Upp­lýst var um þá vinnu sem er í gangi við tak­mörk­un á akstri vél­knú­inna öku­tækja á Úlfars­felli, og vinnu sér­staks vinnu­hóps um kort­lagn­ingu slóða í út­mörk Mos­fells­bæj­ar, sem ætlað er að skýra bet­ur hvar heim­ilt sé að aka og hvar ekki.
        5) Rætt um slæl­ega um­hirðu og frá­g­ang í kring­um raf­magns­skúr í Trölla­teig, sem raf­magnsveit­an hef­ur ekki sinnst sem skyldi.
        6) Rætt um akst­ur út fyr­ir vegi í kring­um bens­ín­stöð Atlantsolíu við Krika­hverfi, og hvern­ig hægt sé að bregð­ast við því.
        7) Skamma­dals­fé­lag­ið kynnti sinn fé­lags­skap, en það er hóp­ur fólks sem vill hag Skamma­dals sem mest­an. Í ár mun vera 50 ára af­mæli ma­t­jurta­garð­anna. Rætt var um ma­t­jurta­garð­ana á svæð­inu og skemmti­legt um­hverfi sem þar er að finna.
        8) Rætt var um gróð­ur utan lóð­ar­marka og vanda­mál því tengdu. Upp­lýst var um átak hjá bæn­um til að hvetja eig­end­ur lóða þar sem gróð­ur nær út fyr­ir lóð­ar­mörk til að klippa og snyrta sín tré til að koma í veg fyr­ir óþæg­indi og slysa­hættu. Góð­ar upp­lýs­ing­ar er einn­ig að finna á heima­síðu bæj­ar­ins.
        9) Rætt um um­hirðu á op­in­um svæð­um, og hvatt til að gryjsað væri meira.
        10) Rætt um eyð­ingu á ref í sveit­ar­fé­lag­inu. Mis­jafn­ar skoð­an­ir komu fram á nauð­syn þess að eyða ref, en Mos­fells­bær hef­ur lagt áherslu á að halda refa­stofn­in­um ná­lægt hí­býl­um manna í lág­marki. Um­hverf­is­nefnd fær ár­lega skýrslu um veið­ar á ref og mink í Mos­fells­bæ.
        11) Rætt um rusla­tunn­ur við göngu­stíga. Í Mos­fells­bæ eru nú um 80 rusla­tunn­ur við göngu­stíga og opin svæði bæj­ar­ins. Stað­setn­ing þeirra hef­ur ver­ið kort­lögð og met­ið hvar þörf er á fleri tunn­um. Unn­ið er að fjölg­un rusla­tunna skv. for­gangs­röðun í sam­ræmi við fjár­hags­áætlun.
        12) Rætt um fjúk­andi rusl í bæn­um og þörf á að hreinsa reglu­lega. Þjón­ustu­stöð bæj­ar­ins sér um hreins­un á opn­um svæð­um, en Vega­gerð­in ber ábyrgð á hreins­un með­fram Vest­ur­lands­vegi og Þing­vall­ar­vegi.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.