Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. febrúar 2014 kl. 14:45,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Þorbjörn Klemens Eiríksson 3. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Bjarni Ásgeirsson

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kynn­ing á starf­semi og hlut­verki um­hverf­is­nefnd­ar og um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar201402235

    Kynning á starfsemi og hlutverki umhverfisnefndar og umhverfissviðs Mosfellsbæjar á opnum fundi umhverfisnefndar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ

    Í upp­hafi fund­ar­ins kynntu nefnd­ar­menn í um­hverf­is­nefnd og starfs­menn nefnd­ar­inn­ar sig í stuttu máli.
    Tóm­as G. Gíslason um­hverf­is­stjóri hélt að því loknu fyr­ir­lest­ur um um­hverf­is­mál í Mos­fells­bæ og kynnti starf­semi um­hverf­is­nefnd­ar og stjórn­sýslu um­hverf­is­mála.
    Að fyr­ir­lestr­in­um lokn­um var gef­ið tæki­færi til spurn­inga um stjórn­sýslu um­hverf­is­mála í Mos­fells­bæ.

    • 2. Al­menn­ar fyr­ir­spurn­ir og um­ræð­ur um um­hverf­is­mál í Mos­fells­bæ201402236

      Boðið uppá almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ á opnum fundi umhverfisnefndar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ

      Formað­ur um­hverf­is­nefnd­ar opn­aði fyr­ir al­menn­ar fyr­ir­spurn­ir og um­ræð­ur um um­hverf­is­mál í Mos­fells­bæ, bæði frá al­menn­um bæj­ar­bú­um og nem­end­um í Fram­halds­skól­an­um í Mos­fells­bæ sem sóttu fund­inn. Nem­end­ur í um­hverf­is­fræði við fram­halds­skól­ann fjöl­menntu á fund­inn.
      Fjöl­breytt­ar fyr­ir­spurn­ir bár­ust bæði til nefnd­ar­manna í um­hverf­is­nefnd og starfs­manna um­hverf­is­sviðs varð­andi ýmis um­hverf­is­mál.
      1) Rætt var um sjálf­bæra þró­un og Stað­ar­dagskrá 21 í Mos­fells­bæ, hvað felst í hug­tak­inu sjálf­bær þró­un, hvað hug­tak­ið Starð­ar­dagskrá 21 stæði fyr­ir og hvern­ig verk­efn­ið væri út­fært í Mos­fells­bæ.
      2) Ábend­ing­ar bár­ust um að upp­lýs­ing­ar í fund­ar­gerð­um mættu vera ít­ar­legri og var upp­lýst að slíkt hefði ver­ið til um­ræðu hjá bæj­ar­yf­ir­völd­um en breyta þyrfti bæj­ar­mála­sam­þykkt til að slíkt væri mögu­legt.
      3) Rætt var um grjót­nám í Selja­dal, um­gengni verktaka á svæð­inu og áhrif á berg­mynd­an­ir sem þar fund­ust, en eng­in vinnsla er til stað­ar í námunni í dag en verk­tak­ar hafa sóst eft­ir áfram­hald­andi vinnslu.
      4) Rætt var um skógrækt í Mos­fells­bæ, tak­markað fjár­magn til skóg­rækt­ar­verk­efna og mögu­leika á að bæj­ar­yf­ir­völd kæmu að við­haldi skóg­rækt­ar­svæða sem ekki væru í eigu bæj­ar­ins en væru nýtt sem opin úti­vist­ar­svæði.
      5) Rætt var um eyð­ingu ágengra plöntu­teg­unda eins og lúpínu og skóg­ar­kerfils, og komu mis­jafn­ar skoð­an­ir fram um áhersl­ur í þeim efn­um. Upp­lýst var að mál­ið var til um­ræðu í um­hverf­is­nefnd og var þá ákveð­ið að hefjast handa nú í sum­ar við kort­lagn­ingu á út­breiðslu þeirra og til­raunaslátt.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00