26. febrúar 2014 kl. 14:45,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Þorbjörn Klemens Eiríksson 3. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kynning á starfsemi og hlutverki umhverfisnefndar og umhverfissviðs Mosfellsbæjar201402235
Kynning á starfsemi og hlutverki umhverfisnefndar og umhverfissviðs Mosfellsbæjar á opnum fundi umhverfisnefndar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Í upphafi fundarins kynntu nefndarmenn í umhverfisnefnd og starfsmenn nefndarinnar sig í stuttu máli.
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri hélt að því loknu fyrirlestur um umhverfismál í Mosfellsbæ og kynnti starfsemi umhverfisnefndar og stjórnsýslu umhverfismála.
Að fyrirlestrinum loknum var gefið tækifæri til spurninga um stjórnsýslu umhverfismála í Mosfellsbæ.2. Almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ201402236
Boðið uppá almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ á opnum fundi umhverfisnefndar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Formaður umhverfisnefndar opnaði fyrir almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ, bæði frá almennum bæjarbúum og nemendum í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ sem sóttu fundinn. Nemendur í umhverfisfræði við framhaldsskólann fjölmenntu á fundinn.
Fjölbreyttar fyrirspurnir bárust bæði til nefndarmanna í umhverfisnefnd og starfsmanna umhverfissviðs varðandi ýmis umhverfismál.
1) Rætt var um sjálfbæra þróun og Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ, hvað felst í hugtakinu sjálfbær þróun, hvað hugtakið Starðardagskrá 21 stæði fyrir og hvernig verkefnið væri útfært í Mosfellsbæ.
2) Ábendingar bárust um að upplýsingar í fundargerðum mættu vera ítarlegri og var upplýst að slíkt hefði verið til umræðu hjá bæjaryfirvöldum en breyta þyrfti bæjarmálasamþykkt til að slíkt væri mögulegt.
3) Rætt var um grjótnám í Seljadal, umgengni verktaka á svæðinu og áhrif á bergmyndanir sem þar fundust, en engin vinnsla er til staðar í námunni í dag en verktakar hafa sóst eftir áframhaldandi vinnslu.
4) Rætt var um skógrækt í Mosfellsbæ, takmarkað fjármagn til skógræktarverkefna og möguleika á að bæjaryfirvöld kæmu að viðhaldi skógræktarsvæða sem ekki væru í eigu bæjarins en væru nýtt sem opin útivistarsvæði.
5) Rætt var um eyðingu ágengra plöntutegunda eins og lúpínu og skógarkerfils, og komu misjafnar skoðanir fram um áherslur í þeim efnum. Upplýst var að málið var til umræðu í umhverfisnefnd og var þá ákveðið að hefjast handa nú í sumar við kortlagningu á útbreiðslu þeirra og tilraunaslátt.