Mál númer 201311090
- 19. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #638
Fjallað um viðburði á aðventu og um áramót.
Afgreiðsla 185. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 638. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. nóvember 2014
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #185
Fjallað um viðburði á aðventu og um áramót.
Undir þessum lið mætti Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar og kynnti viðburði sem eru framundan.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Fjallað um viðburði á aðventu og um áramót.
Afgreiðsla 178. fundar menningarmálanefndar borin sérstaklega upp og samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með fjórum atkvæðum, tveir sátu hjá og einn greiddi atkvæði á móti.
- 13. nóvember 2013
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #178
Fjallað um viðburði á aðventu og um áramót.
Viðburðir á aðventu og um áramót árið 2013 til 2014 er að venju að tendrað verði á ljósum jólatrés þann 30. nóvember, árlegir Aðventutónleikar Diddú og drengjanna verða haldnir í Mosfellskirkju 17. desember kl. 20 og þrettándahátíð haldin venju samkvæmt.
Þrettánda ber nú upp á mánudag. Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að hátíðarhöldin fari fram að þessu sinni laugardaginn 4. janúar kl. 18:00.