23. apríl 2013 kl. 08:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
- Kristbjörg Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
- Erna Björg Baldursdóttir 1. varamaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framkvæmdaáætlun jafnréttismála 2013201304310
Umfjöllun um jafnréttismál skv. starfsáætlun fjölskyldunefndar 2013. Farið yfir framkvæmdaáætlun jafnréttismála.
Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri og jafnréttisfulltrúi fór yfir framkvæmdaáætlun jafnréttismála. Á fundinum var lögð áhersla á að fræðsla í jafnréttismálum fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla væri helsta verkefni ársins. Þá var rætt um möguleika á jafnlaunavottun hjá Mosfellsbæ. Efni fyrirhugaðs jafnréttisdags verði fræðsla í jafnréttismálum fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla og Evrópusáttmálinn. Málinu er vísað til fræðslunefndar til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
2. Þjónustuhópur aldraðra - 88201304002F
Fundargerð til kynningar.
Fundargerð 88. fundar þjónustuhóps aldraðra lögð fram.
3. Trúnaðarmálafundur - 772201304014F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar
Fundargerð 772. trúnaðarmálafundar lögð fram.