21. mars 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Högni Snær Hauksson varaformaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Richard Már Jónsson aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um styrk201302171
Umsókn um styrk vegna keppnisferðar frá Mörtu Carrasco.
Nefndin vísar málinu til afgreiðslu menningarsviðs í samræmi við hefð um afgreiðslu slíkra styrkja.
2. Umsókn um styrk201302167
Umsókn um styrk vegna keppnisferða Kristjáns Carrasco á ma. Norðurlandameistaramót, Heimsmeistaramót og Evrópumót í karate.
Nefndin vísar málinu til afgreiðslu menningarsviðs í samræmi við hefð um afgreiðslu slíkra styrkja.
3. Tómstundasmábýli fyrir börn201303251
Hugmynd um tómstundasmábýli í þéttbýli fyrir börn kynnt.
Lagt fram.
4. Ósk Hvíta riddarans um fjárhagsstyrk frá Mosfellsbæ fyrir árið 2013201301125
Knattspyrnufélagið Hvíti riddarinn óskar eftir rekstrarstyrk. Íþrótta- og tómstundanefnd fól íþróttafulltrúa að afla hjá félaginu Hvíta Riddaranum frekari upplýsingar um rekstur og stefnu félagsins. Þau gögn eru lögð fram og íþróttafulltrúi kynnir þau frekar á fundinum.
Tekið jákvætt í umsókn Hvita Riddarans og leggur nefndin til að farið verði í samningavinnu við Hvíta Riddarann samhliða gerð samstarfssamninga við önnur félög í Mosfellsbæ.
5. Samstarf við ÍSÍ um afreksfólk úr Mosfellsbæ201201487
Umfjöllun um reglur fyrir afreksfólk úr Mosfellsbæ.
Fyrri samþykkt nefndarinnar tekin til umfjöllunar. Lagt fram á fundinum drög að reglum um stuðning við afreksíþróttafólk í samræmi við fyrri samþykktir um samstarf Mosfellsbæjar við ÍSÍ.
6. Samstarfssamningar íþrótta- og tómstundafélaga við Mosfellsbæ - 2013201303031
Samningar við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ árið 2013. Staða samninga við íþrótta og tómstundafélög rædd.
Fyrirkomulag samstarfssamninga árið 2013 rætt.
7. Styrkir til efnilegara ungmenna 2013201302210
íþrótta- og tómstundanefnd hafa borist 24 umsóknir um styrk til efnilegra ungmenna vegna úthlutunar styrkja fyrir sumarið 2013.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi ungmenni hljóti styrk til að stunda íþróttir, listir og tómstundir sumarið 2013.
Ásta Margrét Jónsdóttir, til að stunda hestamennsku, Arnór Breki til að stunda frjálsar íþróttir og fótbolta, Brynja Hlíf Hjaltadóttir til að stunda motocross, Kristín María Þorsteinsdóttir til að stunda golf, Margrét Dís Stefánsdóttir til að stunda badminton, Ágúst Elí Ásgeirsson til að stunda grafíska hönnun, myndlist og kvikmyndagerð, Björn Óskar Guðjónsson til að stunda golf, Birkir Benediktsson til að stunda handbolta, Emil Tumi Víglundsson til að stunda götuhjólreiðar, Stefán Ás Ingvarsson til að stunda badminton, Áróra Eir Pálsdóttir til að stunda handbolta og Magni Þór Pétursson til að stunda grafíska hönnun, myndlist og kvikmyndagerð.