Mál númer 201205171
- 2. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1081
Áður á dagskrá 1078. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar. Hjálögð er umsögnin. Frestað á 1080. fundi bæjarráðs.
Fundinn undir þessum dagskrárlið sat Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs.
Til máls tóku: HP, HSv, JS, BÞÞ og ÞBS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila Eignasjóði að framkvæma breytingar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá og verði kostnaðurinn 2,8 millj. teknar af liðnum ófyrirséð.
- 28. júní 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1080
Áður á dagskrá l078. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar. Hjálögð er umsögnin.
Erindinu frestað.
- 20. júní 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #583
Erindi Aftureldingar varðandi skrifstofu og starfsaðstöðu.
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1078. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
- 14. júní 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1078
Erindi Aftureldingar varðandi skrifstofu og starfsaðstöðu.
Til máls tóku: HS, JS, HSv, JJB, BH og BBr.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.