29. mars 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2011201203417
Bæjarstjóri og endurskoðandi kynna ársreikning Mosfellsbæjar 2011. Gert er ráð fyrir að bæjarráð áriti reikninginn og vísi honum til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Vegna málsins mætti á fundinn endurskoðandi Mosfellsbæjar, fjármálastjóri og framkvæmdastjórar sviða.
Til máls tóku: HSv, HS, PJL, JJB, BH.
Eftirfarandi tillaga kom fram: Íbúahreyfingin leggur til að áætlun í samanburði ársreiknings sé upprunaleg áætlun líkt og lög mæla fyrir um en ekki endurskoðuð áætlun og að ársreikningi verði breytt til samræmis.
Tillagan felld með eftirfarandi bókun: Hér er um að ræða tillögu að uppsetningu frá endurskoðanda bæjarins líkt og gert er í öðrum sveitarfélögum. Í þessari uppsetningu kemur fram samanburður á upprunalegri áætlun, áætlun með viðaukum ásamt niðurstöðum ársins líkt og lög mæla fyrir um. Þessi uppsetning er í samræmi við auglýsingu innanríkisráðuneitis þar um.
Bæjarráð samþykkti ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2011 með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2011 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2. Erindi Perlu Properties ehf. varðandi forkaupsréttarboð201203427
Til máls tóku: HS, BH, HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að nýta sér ekki framkomið forkaupsréttarboð.
3. Samningur um þjónustu við íbúa Skálatúnsheimilisins 2012-2014201202089
Lagður er fram til staðfestingar samningur milli Mosfellsbæjar og Skálatúnsheimilisins.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Á fundinn mætti undir þessum lið Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Ásgeir Sigurgestsson, sérfræðingur fjölskyldusviðs í málum fólks með fötlun.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tóku: HS, HSv, BH, JJB, KT.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa samningnum til bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
4. Erindi Kristínar B Reynisdóttur varðandi götuna Lágholt201112017
Áður á dagskrá 1057. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað þangað til búið væri að taka það fyrir hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis. Meðfylgjandi er niðurstaða eftirlitsins.
Til máls tóku: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að semja bréf á grundvelli umsagna og leggja það fram í bæjarráði.
5. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá201202172
Til máls tóku: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ekki verði gengið að niðurstöðu verðkönnunar eins og heimilað var á 1068. fundi bæjarráðs, heldur verði verkþátturinn boðinn út að nýju í opnu almennu útboði.
6. Blakdeild UMFA201203342
Til máls tóku: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita Blakdeild Aftureldingar 250.000 í tilefni góðs árangurs meistaraflokks kvenna.
Tekið af liðnum ófyrirséð.
7. 25 ára afmæli Mosfellsbæjar 2012201202196
Hér eru lögð fram drög að kostnaðaráætlun til umræðu.
Til máls tóku: HS, HSv, BH, KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hefja undirbúning á grundvelli framlagðrar áætlunar og veitt til þess allt að 5 milljónum sem teknar yrðu af liðnum ófyrirséð.
8. NORDDJOBB sumarstörf 2012201202396
Til máls tóku: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.
9. Erindi Lögreglustjóra, tímabundið áfengisveitingaleyfi, Þrumur og eldingar201203408
Til máls tóku: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við tímabundið áfengisveitingaleyfi.
10. Erindi Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um heilsbrigðisþjónustu í heimabyggð201203409
Til máls tóku: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.