Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. mars 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2011201203417

    Bæjarstjóri og endurskoðandi kynna ársreikning Mosfellsbæjar 2011. Gert er ráð fyrir að bæjarráð áriti reikninginn og vísi honum til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Vegna máls­ins mætti á fund­inn end­ur­skoð­andi Mos­fells­bæj­ar, fjár­mála­stjóri og fram­kvæmda­stjór­ar sviða.

     

    Til máls tóku: HSv, HS, PJL, JJB, BH.

     

    Eft­ir­far­andi til­laga kom fram:  Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að áætlun í sam­an­burði árs­reikn­ings sé upp­runa­leg áætlun líkt og lög mæla fyr­ir um en ekki end­ur­skoð­uð áætlun og að árs­reikn­ingi verði breytt til sam­ræm­is.

     

    Til­lag­an felld með eft­ir­far­andi bók­un: Hér er um að ræða til­lögu að upp­setn­ingu frá end­ur­skoð­anda bæj­ar­ins líkt og gert er í öðr­um sveit­ar­fé­lög­um. Í þess­ari upp­setn­ingu kem­ur fram sam­an­burð­ur á upp­runa­legri áætlun, áætlun með við­auk­um ásamt nið­ur­stöð­um árs­ins líkt og lög mæla fyr­ir um.  Þessi upp­setn­ing er í sam­ræmi við aug­lýs­ingu inn­an­rík­is­ráðu­neit­is þar um.

     

    Bæj­ar­ráð sam­þykkti árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2011 með árit­un sinni og telst hann til­bú­inn til end­ur­skoð­un­ar og af­greiðslu í sveit­ar­stjórn.  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2011 til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.

    • 2. Er­indi Perlu Properties ehf. varð­andi for­kaups­rétt­ar­boð201203427

      Til máls tóku: HS, BH, HSv.

       

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að nýta sér ekki fram­kom­ið for­kaups­rétt­ar­boð.

      • 3. Samn­ing­ur um þjón­ustu við íbúa Skála­túns­heim­il­is­ins 2012-2014201202089

        Lagður er fram til staðfestingar samningur milli Mosfellsbæjar og Skálatúnsheimilisins.

        <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Á fund­inn mætti und­ir þess­um lið Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og Ás­geir Sig­ur­gests­son, sér­fræð­ing­ur fjöl­skyldu­sviðs í mál­um fólks með fötlun.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tóku: HS, HSv, BH, JJB, KT.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa samn­ingn­um til bæj­ar­stjórn­ar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

        • 4. Er­indi Krist­ín­ar B Reyn­is­dótt­ur varð­andi göt­una Lág­holt201112017

          Áður á dagskrá 1057. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað þangað til búið væri að taka það fyrir hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis. Meðfylgjandi er niðurstaða eftirlitsins.

          Til máls tóku: HS.

           

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að semja bréf á grund­velli um­sagna og leggja það fram í bæj­ar­ráði.

          • 5. Ný­bygg­ing við íþróttamið­stöð­ina að Varmá201202172

            Til máls tóku: HS.

             

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ekki verði geng­ið að nið­ur­stöðu verð­könn­un­ar eins og heim­ilað var á 1068. fundi bæj­ar­ráðs, held­ur verði verk­þátt­ur­inn boð­inn út að nýju í opnu al­mennu út­boði.

            • 6. Blak­deild UMFA201203342

              Til máls tóku: HS.

               

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita Blak­deild Aft­ur­eld­ing­ar 250.000 í til­efni góðs ár­ang­urs meist­ara­flokks kvenna.

              Tek­ið af liðn­um ófyr­ir­séð.

              • 7. 25 ára af­mæli Mos­fells­bæj­ar 2012201202196

                Hér eru lögð fram drög að kostnaðaráætlun til umræðu.

                Til máls tóku: HS, HSv, BH, KT.

                 

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að hefja und­ir­bún­ing á grund­velli fram­lagðr­ar áætl­un­ar og veitt til þess allt að 5 millj­ón­um sem tekn­ar yrðu af liðn­um ófyr­ir­séð.

                • 8. NORD­DJOBB sum­arstörf 2012201202396

                  Til máls tóku: HS.

                   

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs.

                  • 9. Er­indi Lög­reglu­stjóra, tíma­bund­ið áfeng­isveit­inga­leyfi, Þrum­ur og eld­ing­ar201203408

                    Til máls tóku: HS.

                     

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar geri fyr­ir sitt leyti ekki at­huga­semd­ir við tíma­bund­ið áfeng­isveit­inga­leyfi.

                    • 10. Er­indi Al­þing­is varð­andi til­lögu til þings­álykt­un­ar um heils­brigð­is­þjón­ustu í heima­byggð201203409

                      Til máls tóku: HS.

                       

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30