Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. apríl 2012 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Gljúfra­steinn - Halldór Lax­ness 110 ára201204124

    Á sumardaginn fyrsta verður haldið uppá 110 ára ártíð Halldórs Laxness og í tilefni af því verður lögð fram tillaga um gjöf Mosfellsbæja til Gljúfrasteins, safns skáldsins.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HS og HSv.</DIV><DIV>Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að af­henda Gljúfra­steini til af­nota og nýt­ing­ar sér­stakt efni sem tek­ið var upp í Hlé­garði 21. apríl 2002 á ald­araf­mæli Hall­dórs Lax­ness og af­henda safn­inu sér­staka yf­ir­lýs­ingu af þessu til­efni. Af­hend­ing­in fari fram á morg­un sum­ar­dag­inn fyrsta á sér­stakri há­tíð sem fram fer á Gljúfra­steini í til­efni þess að nú eru 110 ár lið­in frá fæð­ingu skálds­ins.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

    • 2. Átak í sölu at­vinnu­lóða201204017

      Áður á dagskrá 1070. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað til næsta fundar.

      <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HS, JJB, HSv, BH, SÓJ og KT.</DIV><DIV>Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði að ráð­ast í verk­efn­ið, átak í sölu at­vinnu­lóða, og að kostn­að­ur við verk­efn­ið verði tekin af sölu­tekj­um lóð­anna.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Íbúa­hreyf­ing­in er and­víg að­ferða­fræð­inni við sölu at­vinnu­hús­næð­is­lóða eins og fram kem­ur í nefnd­um til­lög­um og legg­ur til opið gagn­sætt upp­boðs­ferli. Ljóst er að af­slátt­ur lóða í Desja­mýri vöktu enga at­hygli og þetta átak er jafn ólík­legt til þess að skila ár­angri í of­fram­boði.</DIV><DIV>Jón Jósef Bjarna­son.</DIV><DIV> </DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæj­ar­ráð­menn V og D lista bóka.<BR>Til­lag­an geng­ur út á sér­stakt átak í sölu og mark­aðsetn­ingu at­vinnu­lóða í bæn­um und­ir kjör­orð­inu áskor­un frá Mos­fells­bæ - vel­komin í Mos­fells­bæ. Um er að ræða 10 lóð­ir i Desja­mýri, 5 lóð­ir við Sunnukrika auk lóða á svæði Ístaks á Leir­vogstungu­mel­um. Verk­efn­ið er með­al ann­ars hugsað í sam­vinnu við fyr­ir­tæki og frjáls fé­laga­sam­tök í bæn­um. Hér er um að ræða nýja og spenn­andi nálg­un á tím­um sem þess­um.  Leitt er að full­trúi íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar leggi stein í götu þessa máls.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

      • 3. Er­indi Al­þing­is varð­andi til­lögu til þings­álykt­un­ar um heils­brigð­is­þjón­ustu í heima­byggð201203409

        Áður á dagskrá 1069. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Hjálögð er umsögnin.

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki at­huga­semd við fram­komna þings­álykt­un um heil­brigð­is­þjón­ustu í heima­byggð og tek­ur und­ir orð flutn­ings­manna þess efn­is að með auk­inni að­komu heima­manna og starfs­manna að skipu­lagn­ingu þjón­ust­unn­ar megi mæta frek­ar þörf­um sjúk­linga á við­kom­andi svæði. Slíkt geti stuðlað að því að al­menn heil­brigð­is­þjón­usta sé veitt í heima­byggð og að heilsu­gæsl­an sé að jafn­aði fyrsti við­komu­stað­ur sjúk­linga, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um heil­brigð­is­þjón­ustu, nr. 40/2007.

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar er fylgj­andi því að heilsu­gæsl­an flytj­ist frá ríki til sveit­ar­fé­laga.

        • 4. Er­indi Hreins Ólafs­son­ar vegna ólög­legr­ar bygg­ing­ar201203317

          Áður á dagskrá 1068. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs og byggingarfulltrúa. Hjálögð er umsögn þeirra.

          Til máls tóku: HS, HSv og SÓJ.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmsa­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað. 

          • 5. Er­indi Íbúa­sam­taka Leir­vogstungu vegna lykt­ar­meng­un­ar í Mos­fells­bæ201012284

            Áður á dagskrá 1064. fundar bæjarráðs þar sem m.a. framkvæmdastjórum stjórnsýslusviðs og umhverfissviðs var falið að kanna hvernig Mosfellsbær gæti brugðist við við þessu ástandi.

            Til máls tóku: HS, SÓJ, HSv, BH og JJB.

            Lögð fram fund­ar­gerð fund­ar sem hald­inn var með full­trú­um Um­hverf­is­stofn­un­ar og Um­hverf­is­ráðu­neyt­is. Þar kem­ur m.a. fram að í far­vatn­inu er end­ur­nýj­un starfs­leyf­is fyr­ir Sorpu bs. sem Mos­fells­bær fær til um­sagn­ar og að bær­inn fá þar tæki­færi til að koma sín­um sjón­ar­mið­um á fram­færi.  

            • 6. Fyr­ir­komulag ma­t­jurta­garða í Mos­fells­bæ 2012201204122

              Tillaga að fyrirkomulagi matjurtagarða í Mosfellsbæ 2012

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um til­laga um­hverf­is­sviðs að fyr­ir­komu­lagi vegna ma­t­jurt­argarða fyr­ir sum­ar­ið 2012 m.a. um gjald­töku.

              • 7. NORD­DJOBB sum­arstörf 2012201202396

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ekki sé hægt að verða við ósk­um NORD­DJOBB um sum­arstörf.

                • 8. Til­lög­ur rýni­hóps um gerð og fram­kvæmd svæð­is­skipu­lags höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins201109392

                  Erindi frá SSH þar sem óskað er eftir afstöðu Mosfellsbæjar til fyrirliggjandi tillögu að samstarfi um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og afgreiði hana.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30