18. apríl 2012 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gljúfrasteinn - Halldór Laxness 110 ára201204124
Á sumardaginn fyrsta verður haldið uppá 110 ára ártíð Halldórs Laxness og í tilefni af því verður lögð fram tillaga um gjöf Mosfellsbæja til Gljúfrasteins, safns skáldsins.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HS og HSv.</DIV><DIV>Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að afhenda Gljúfrasteini til afnota og nýtingar sérstakt efni sem tekið var upp í Hlégarði 21. apríl 2002 á aldarafmæli Halldórs Laxness og afhenda safninu sérstaka yfirlýsingu af þessu tilefni. Afhendingin fari fram á morgun sumardaginn fyrsta á sérstakri hátíð sem fram fer á Gljúfrasteini í tilefni þess að nú eru 110 ár liðin frá fæðingu skáldsins.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
2. Átak í sölu atvinnulóða201204017
Áður á dagskrá 1070. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað til næsta fundar.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HS, JJB, HSv, BH, SÓJ og KT.</DIV><DIV>Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði að ráðast í verkefnið, átak í sölu atvinnulóða, og að kostnaður við verkefnið verði tekin af sölutekjum lóðanna.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Íbúahreyfingin er andvíg aðferðafræðinni við sölu atvinnuhúsnæðislóða eins og fram kemur í nefndum tillögum og leggur til opið gagnsætt uppboðsferli. Ljóst er að afsláttur lóða í Desjamýri vöktu enga athygli og þetta átak er jafn ólíklegt til þess að skila árangri í offramboði.</DIV><DIV>Jón Jósef Bjarnason.</DIV><DIV> </DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarráðmenn V og D lista bóka.<BR>Tillagan gengur út á sérstakt átak í sölu og markaðsetningu atvinnulóða í bænum undir kjörorðinu áskorun frá Mosfellsbæ - velkomin í Mosfellsbæ. Um er að ræða 10 lóðir i Desjamýri, 5 lóðir við Sunnukrika auk lóða á svæði Ístaks á Leirvogstungumelum. Verkefnið er meðal annars hugsað í samvinnu við fyrirtæki og frjáls félagasamtök í bænum. Hér er um að ræða nýja og spennandi nálgun á tímum sem þessum. Leitt er að fulltrúi íbúahreyfingarinnar leggi stein í götu þessa máls.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
3. Erindi Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um heilsbrigðisþjónustu í heimabyggð201203409
Áður á dagskrá 1069. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Hjálögð er umsögnin.
Bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemd við framkomna þingsályktun um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og tekur undir orð flutningsmanna þess efnis að með aukinni aðkomu heimamanna og starfsmanna að skipulagningu þjónustunnar megi mæta frekar þörfum sjúklinga á viðkomandi svæði. Slíkt geti stuðlað að því að almenn heilbrigðisþjónusta sé veitt í heimabyggð og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007.
Bæjarráð Mosfellsbæjar er fylgjandi því að heilsugæslan flytjist frá ríki til sveitarfélaga.
4. Erindi Hreins Ólafssonar vegna ólöglegrar byggingar201203317
Áður á dagskrá 1068. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs og byggingarfulltrúa. Hjálögð er umsögn þeirra.
Til máls tóku: HS, HSv og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmsastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara í samræmi við framlagt minnisblað.
5. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna lyktarmengunar í Mosfellsbæ201012284
Áður á dagskrá 1064. fundar bæjarráðs þar sem m.a. framkvæmdastjórum stjórnsýslusviðs og umhverfissviðs var falið að kanna hvernig Mosfellsbær gæti brugðist við við þessu ástandi.
Til máls tóku: HS, SÓJ, HSv, BH og JJB.
Lögð fram fundargerð fundar sem haldinn var með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytis. Þar kemur m.a. fram að í farvatninu er endurnýjun starfsleyfis fyrir Sorpu bs. sem Mosfellsbær fær til umsagnar og að bærinn fá þar tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
6. Fyrirkomulag matjurtagarða í Mosfellsbæ 2012201204122
Tillaga að fyrirkomulagi matjurtagarða í Mosfellsbæ 2012
Samþykkt með þremur atkvæðum tillaga umhverfissviðs að fyrirkomulagi vegna matjurtargarða fyrir sumarið 2012 m.a. um gjaldtöku.
7. NORDDJOBB sumarstörf 2012201202396
Samþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við óskum NORDDJOBB um sumarstörf.
8. Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins201109392
Erindi frá SSH þar sem óskað er eftir afstöðu Mosfellsbæjar til fyrirliggjandi tillögu að samstarfi um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og afgreiði hana.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.