29. mars 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) formaður
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) varaformaður
- Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
- Lísa Sigríður Greipsson aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Ingvi Snorrason 2. varamaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reglur um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarstarfsemi í Mosfellsbæ201103024
Drög að nýjum reglum ræddar og vísað til menningarsviðs til frágangs.
2. Umsóknir - fjárveiting til lista og menningarmála 2012201201574
18 umsóknir bárust og óskað var eftir styrkjum að upphæð 3.992.922. Nefndin leggur til að úthlutað verði samtals 1.600.000,- með eftirfarandi hætti:
Andrea Dagbjört Pálsdóttir og Diljá Guðmundsdóttir 140.000 vegna þátttöku í masterclass erlendis. Hafdís Huld Hjartardóttir, 200.000 vegna gerðar vísnaplötu. Arnhildur Valgarðsdóttir hlýtur 200.000 vegna upptöku hljómplötu. Vilborg Bjarkadóttir hlýtur 100.000 vegna myndlistarsýningar, sem og Þóra Sigurþórsdóttir 100.000 vegna myndlistsýningar. Þá hlýtur Silfursýning 80.000. Þá hlutu eftirfarandi tónlistarverkefni styrk: Tónlist á Reykjakoti 70.000, Gljúfrasteinn 80.000 vegna tónleika, Símon Ívarsson og Ívar Símonarson 70.000 til að halda gítartónleika og Ísabella Leifsdóttir 70.000 til tónleikahalds. Loks hlutu eftirfarandi kórar 70.000 hver: Mosfellskórinn, Kirkjukór Lágafellskirkju, Stöllurnar, Heklurnar, Álafosskórinn, Ljósakórinn og Kammerkór Mosfellsbæjar.