15. mars 2012 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) formaður
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) varaformaður
- Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
- Lísa Sigríður Greipsson aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Ingvi Snorrason 2. varamaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
- Marta Hildur Richter menningarsvið
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vinabæjarmót í Skien 2012201203079
Farið yfir dagskrá og ræddar hugmyndir um þátttöku Mosfellsbæjar og þátttöku
Helga Jónsdóttir verkefnastjóri vinabæjarmála kom á fundinn.
2. Áhrif alþjóðavæðingar á vinabæjasamstarf á Norðurlöndum201203082
Lagt fram.
3. Jólaball Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar í Hlégarði 2011201110203
Á fundinn mætir Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi - að ósk nefndarinnar
Á fundinn mætti Edda Davíðsdóttir undir þessu máli.
4. Lista- og menningarsjóður 2012201203077
Framlag til lista- og menningarsjóðs samkvæmt fjárhagsáætlun 2012 er 2.000.000,- Menningarmálanefnd vekur athygli á því að framlag samkvæmt reglum sjóðsins skuli vera 0,5% af útsvarstekjum Mosfellsbæjar, nema bæjarstjórn ákveði annað. Nefndin vill minna á þessa staðreynd þegar horft er til framtíðar og betri tíðar.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að starfsáætlun Lista- og menningarsjóðs fyrir árið 2012 verði með eftirfarandi hætti:
Efling menningarstarfssemi, 1.500.000,-<BR>Árlegir styrkir nefndarinnar til lista- og menningarmála, 2.000.000,-
Samþykkt með 5 atkvæðum.
5. Stefnumótun í menningarmálum200603117
Menningarstefnumót um stefnu í menningarmálum rætt. Stefnt er að því að stefnumótið verði í lok apríl.
6. Auglýsingar á framlögum til lista- og menningarmála201203192
Menningarmálanefnd leggur til að árleg framlög til lista- og menningarmála verði auglýst í bæjarblaði, ásamt því að vera á heimasíðu bæjarins bæði sem frétt í upphafi febrúar og með sýnilegum hætti á forsíðu heimasíðunnar, þar sem sækja megi umsóknareyðublöð. Jafnframt verði auglýsing send til Bandalags íslenskra listamanna til kynningar.
7. Reglur um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarstarfsemi í Mosfellsbæ201103024
Núgildandi reglur skoðaðar og metnar nýjar tillögur. Lagt til að nefndarmenn lesi saman nýjar tillögur og gildandi reglur fyrir næsta fund.
8. Umsóknir - fjárveiting til lista og menningarmála 2012201201574
Nefndin fór yfir umsóknir.