Mál númer 201201443
- 9. maí 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #580
(Þetta mál afgreiðist með samþykkt tillögu að breytingum á deiliskipulagi Laugabólslands, sbr. næsta mál á undan.)
<DIV><DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 320. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 580. fundi bæjarstjórnar með vísan til afgreiðslu erindis nr. 201103286 á þessum fundi nefndarinnar.</DIV></DIV></DIV></DIV>
- 8. maí 2012
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #320
(Þetta mál afgreiðist með samþykkt tillögu að breytingum á deiliskipulagi Laugabólslands, sbr. næsta mál á undan.)
Á 313. fundi samþykkti nefndin að umbeðin breyting á deiliskipulagi yrði auglýst. Breytingin, þ.e. að leyfilegt verði að byggja á lóðinni allt að 320 m2 hús, er innifalin í tillögu að breytingum á deiliskipulagi Laugabóslands, sem auglýst var 9. mars 2012 og nefndin hefur nú samþykkt, sbr. bókun undir 12. lið fundargerðarinnar.
- 1. febrúar 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #573
Erindi Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts f.h. lóðareiganda, dags. 15.01.2012, þar sem óskað er eftir að leyfð hámarksstærð húss, sem er skv. deiliskipulagi 250 m2, verði aukin í 320 m2.
<DIV>Afgreiðsla 313. fundar skipulagsnefndar, að auglýsa umbeðna breytingu á deiliskipulagi, samþykkt á 573. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 24. janúar 2012
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #313
Erindi Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts f.h. lóðareiganda, dags. 15.01.2012, þar sem óskað er eftir að leyfð hámarksstærð húss, sem er skv. deiliskipulagi 250 m2, verði aukin í 320 m2.
Erindi Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts f.h. lóðareiganda, dags. 15.01.2012, þar sem óskað er eftir að leyfð hámarksstærð húss, sem er skv. deiliskipulagi 250 m2, verði aukin í 320 m2.
Nefndin samþykkir að umbeðin breyting á deiliskipulagi verði auglýst, en gert hefur verið ráð fyrir henni í tillögu að breytingum á deiliskipulagi Laugabólslands, sbr. mál nr 6 á dagskrá fundarins.