24. janúar 2012 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 205201201016F
Fundargerð lögð fram til kynningar á 313. fundi skipulagsnefndar
1.1. Kvíslartunga 4, breyting innanhúss og utan, 201111213
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreitt á 205. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
1.2. Viðbygging til vesturs og innskot.Breyting á þaki yfir bílskúr 201201458
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreitt á 205. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Almenn erindi
2. Brattahlíð, fyrirspurn um fjölgun íbúða á parhúsalóðum200911071
Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 12.01.2012 til Lóðarhafa við Bröttuhlíð, Helga Rúnars Rafnssonar, þar sem honum er tilkynnt að breyting á deiliskipulagi við Bröttuhlíð hafi ekki tekið gildi, en hún var samþykkt í bæjarráði 8. júlí 2010 með þeim fyrirvara að að ganga þyrfti frá samkomulagi milli lóðarhafa og Mosfellsbæjar varðandi gjöld áður en gildistaka gæti farið fram.
Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 12.01.2012 til lóðarhafa við Bröttuhlíð, Helga Rúnars Rafnssonar, þar sem honum er tilkynnt að breyting á deiliskipulagi við Bröttuhlíð hafi ekki tekið gildi, en hún var samþykkt í bæjarráði 8. júlí 2010 með þeim fyrirvara að að ganga þyrfti frá samkomulagi milli lóðarhafa og Mosfellsbæjar varðandi gjöld áður en gildistaka gæti farið fram.
Lagt fram.
3. Grund við Varmá, lnr. 125419 - deiliskipulag200601077
Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa til eiganda Grundarlands, Þórunnar Kjartansdóttur, þar sem tilkynnt er að deiliskipulag Grundar sem afgreitt var í skipulags- og byggingarnefnd 15. september 2009 hafi ekki tekið gildi, en afgreiðslan fól í sér að nefndin lagði til að skipulagið yrði samþykkt þegar fyrir lægi samkomulag við landeigendur.
Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa til eiganda Grundarlands, Þórunnar Kjartansdóttur, þar sem tilkynnt er að deiliskipulag Grundar sem afgreitt var í skipulags- og byggingarnefnd 15. september 2009 hafi ekki tekið gildi, en afgreiðslan fól í sér að nefndin lagði til að skipulagið yrði samþykkt þegar fyrir lægi samkomulag við landeigendur.
Lagt fram.
4. Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lagt fram minnisblað Lex lögmannsstofu dags. 18.01.2012 um skyldur sveitarfélags til gatnagerðar og fráveitu í þéttbýli og tengd málefni.
Lagt fram minnisblað Lex lögmannsstofu dags. 18.01.2012 um skyldur sveitarfélags til gatnagerðar og fráveitu í þéttbýli og tengd málefni.
Lagt fram.
5. Árvangur 123614 og spilda 215571 úr Varmalandi, ósk um deiliskipulag201101157
Tekið fyrir bréf frá Höllu Fróðadóttur dags. 9.01.2012 þar sem ítrekuð er ósk um heimild til að deiliskipuleggja tvær lóðir í Mosfellsdal.
Tekið fyrir bréf frá Höllu Fróðadóttur dags. 9.01.2012, þar sem ítrekuð er ósk um heimild til að deiliskipuleggja tvær lóðir í Mosfellsdal.
Nefndin felur formanni og embættismönnum að ræða við umsækjendur.
6. Æsustaðavegur 6, ósk um breytingar á deiliskipulagi201103286
Lagður fram endurskoðaður heildaruppdráttur að deiliskipulagi Laugabólslands, þar sem færðar eru inn áður gerðar breytingar og gerð tillaga að breytingum á skilmálaákvæðum um stærð húsa o.fl. Ath: Uppdrátturinn er væntanlegur á fundargátt á mánudag.
Lagður fram endurskoðaður heildaruppdráttur að deiliskipulagi Laugabólslands, þar sem færðar eru inn áður gerðar breytingar og gerð tillaga að breytingum á skilmálaákvæðum um stærð húsa o.fl.<BR>Nefndin samþykkir að tillagan verði kynnt fyrir stjórn íbúasamtakanna Víghóls.
Ólafur Gunnarsson vék af fundi.
7. Braut, Mosfellsdal, ósk um aukna hámarksstærð húss.201201443
Erindi Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts f.h. lóðareiganda, dags. 15.01.2012, þar sem óskað er eftir að leyfð hámarksstærð húss, sem er skv. deiliskipulagi 250 m2, verði aukin í 320 m2.
Erindi Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts f.h. lóðareiganda, dags. 15.01.2012, þar sem óskað er eftir að leyfð hámarksstærð húss, sem er skv. deiliskipulagi 250 m2, verði aukin í 320 m2.
Nefndin samþykkir að umbeðin breyting á deiliskipulagi verði auglýst, en gert hefur verið ráð fyrir henni í tillögu að breytingum á deiliskipulagi Laugabólslands, sbr. mál nr 6 á dagskrá fundarins.
8. Ósk um að setja niður færanlegt hús á landspildu á Bolavöllum nr. 125415201201453
Inga Þ. Haraldsdóttir óskar 19. janúar eftir því að fá að setja niður 60 m2 færanlegt hús á Bolavöllum vestan Skammadalsvegar, landnr. 125415.
Inga Þ. Haraldsdóttir óskar 19. janúar eftir því að fá að setja niður 60 m2 færanlegt hús á Bolavöllum vestan Skammadalsvegar, landnr. 125415.
Skipulagsnefnd synjar umsókninni þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag á svæðinu.
9. Umferðaröryggi í miðbæ Mosfellsbæjar201201455
Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu dags. 20.01.2012 um umferð og umferðarhraða í miðbæ Mosfellsbæjar.
Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu dags. 20.01.2012 um umferð og umferðarhraða í miðbæ Mosfellsbæjar.
Frestað.