Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. desember 2011 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Haraldur Haraldsson varaformaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður L Einarsson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörn Svavarsson 1. varamaður
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi SSH vegna sókn­aráætl­un­ar201108261

    Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi nefndarinnar og óskaði nefndin eftir því að tillögur að verkefnum væru unnar af embættismönnum.

    Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd legg­ur til tvö verk­efni fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar vegna sókn­aráætl­un­ar SSH.  Ann­að er upp­bygg­ing Lax­ness­set­urs við Gljúfra­stein til efl­ing­ar ferða­þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.  Hitt er verk­efn­ið Heilsu­bær­inn Mos­fells­bær.  Það verk­efni verði unn­ið í sam­vinnu við Heilsu­vin Mos­fells­bæj­ar.

    • 2. Ferða­mála­hóp­ur fram­tíð­ar­hóps SSH - nið­ur­stöð­ur201109415

      Erindið lagt fram á 19. fundi þróunar- og ferðamáanefndar. Bæjarstjórn lagði til á 566. fundi sínum að vísa málinu aftur til þróunar- og ferðamálanefndar.

      Skýrsla ferða­mála­hóps hef­ur ver­ið lögð fram.  Þar koma fram lýs­ing­ar á sam­starfs­verk­efn­um sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en segja má að þau séu nokk­uð Reykja­vík­ur­mið­uð.  Engu að síð­ur er hægt að taka und­ir að æski­legt væri að þróa sam­st­arf sveit­ar­fé­laga í þró­un­ar- og ferða­mál­um á grund­velli þess­ar­ar skýrslu, en óska eft­ir því að höf­uð­borg­ar­stofa sem þjón­ustu­að­ili við öll sveit­ar­fé­lög legði meiri áherslu á jað­ar­svæði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eins og Mos­fells­bæ og hvaða þjón­ustu er hægt að sækja hing­að.  Þá legg­ur nefnd­in sér­staka áherslu á að bet­ur sé stað­ið að kynn­ingu á við­burð­um og að auk­ið verði sam­st­arf upp­lýs­inga­mið­stöðva á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

      • 3. Hlé­garð­ur - lif­andi menn­ing­ar­mið­stöð201112160

        Erindi frá nefndarmanni.

        <FONT size=2><P>Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd lýs­ir yfir áhuga á að Hlé­garð­ur verði efld­ur sem lif­andi fé­lags- og menn­ing­ar­mið­stöð og það verði haft í huga ef taka á rekst­ur Hlé­garðs til end­ur­skoð­un­ar.&nbsp; Hug­mynd­inni verði jafn­framt vísað&nbsp;til menn­ing­ar­mála­nefnd­ar sem gegn­ir hlut­verki Hlé­garðs­nefnd­ar fyr­ir Mos­fells­bæ.</P></FONT>

        • 4. Styrk­umsókn vegna Heilsu­vinj­ar í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2012201110150

          Erindinu er vísað frá 1048. fundi bæjarráðs til nefndarinnar til umsagnar. Jafnframt var málinu vísað til fjárhagsáætlunar 2012.

          Bæj­ar­ráð ósk­aði eft­ir um­sögn sem send hef­ur ver­ið til bæj­ar­ráðs.

          • 5. Fjár­hags­áætlun 2012201109236

            Fjárhagsáætlun vísað frá bæjarstjórn milli 1. og 2. umræðu.

            Lagt fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00