19. desember 2011 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Haraldur Haraldsson varaformaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Sigurður L Einarsson aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Sigurbjörn Svavarsson 1. varamaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi SSH vegna sóknaráætlunar201108261
Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi nefndarinnar og óskaði nefndin eftir því að tillögur að verkefnum væru unnar af embættismönnum.
Þróunar- og ferðamálanefnd leggur til tvö verkefni fyrir hönd Mosfellsbæjar vegna sóknaráætlunar SSH. Annað er uppbygging Laxnessseturs við Gljúfrastein til eflingar ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Hitt er verkefnið Heilsubærinn Mosfellsbær. Það verkefni verði unnið í samvinnu við Heilsuvin Mosfellsbæjar.
2. Ferðamálahópur framtíðarhóps SSH - niðurstöður201109415
Erindið lagt fram á 19. fundi þróunar- og ferðamáanefndar. Bæjarstjórn lagði til á 566. fundi sínum að vísa málinu aftur til þróunar- og ferðamálanefndar.
Skýrsla ferðamálahóps hefur verið lögð fram. Þar koma fram lýsingar á samstarfsverkefnum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en segja má að þau séu nokkuð Reykjavíkurmiðuð. Engu að síður er hægt að taka undir að æskilegt væri að þróa samstarf sveitarfélaga í þróunar- og ferðamálum á grundvelli þessarar skýrslu, en óska eftir því að höfuðborgarstofa sem þjónustuaðili við öll sveitarfélög legði meiri áherslu á jaðarsvæði á höfuðborgarsvæðinu eins og Mosfellsbæ og hvaða þjónustu er hægt að sækja hingað. Þá leggur nefndin sérstaka áherslu á að betur sé staðið að kynningu á viðburðum og að aukið verði samstarf upplýsingamiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu.
3. Hlégarður - lifandi menningarmiðstöð201112160
Erindi frá nefndarmanni.
<FONT size=2><P>Þróunar- og ferðamálanefnd lýsir yfir áhuga á að Hlégarður verði efldur sem lifandi félags- og menningarmiðstöð og það verði haft í huga ef taka á rekstur Hlégarðs til endurskoðunar. Hugmyndinni verði jafnframt vísað til menningarmálanefndar sem gegnir hlutverki Hlégarðsnefndar fyrir Mosfellsbæ.</P></FONT>
4. Styrkumsókn vegna Heilsuvinjar í Mosfellsbæ fyrir árið 2012201110150
Erindinu er vísað frá 1048. fundi bæjarráðs til nefndarinnar til umsagnar. Jafnframt var málinu vísað til fjárhagsáætlunar 2012.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn sem send hefur verið til bæjarráðs.
5. Fjárhagsáætlun 2012201109236
Fjárhagsáætlun vísað frá bæjarstjórn milli 1. og 2. umræðu.
Lagt fram.