Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. september 2011 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Haraldur Haraldsson varaformaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður L Einarsson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörn Svavarsson 1. varamaður
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
  • Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Í tún­inu heima Bæj­ar­há­tíð Mos­fells­bæj­ar 2011201105080

    Óskað er eftir umræðum um bæjarhátíð sl. sumar og hvernig til tókst.

    Nefnd­in fór yfir bæj­ar­há­tíð­ina og hvern­ig til tókst.  At­huga­semd­um kom­ið til skila til fram­kvæmda­að­ila há­tíð­ar­inn­ar.

    • 2. Vatna­skíða­braut í Mos­fells­bæ201106170

      1037. fundur bæjarráðs sendir erindið til þróunar- og ferðamálanefndar til sjálfstæðrar umfjöllunar í nefndinni.

      Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd lýs­ir yfir já­kvæðri af­stöðu til verk­efn­is, sem ef til vill myndi auka at­vinnu í Mos­fells­bæ.  En rekstr­ar- og fram­kvæmda­leg­ar for­send­ur vatns­skíða­braut­ar eins og þær eru kynnt­ar hér eru hæpn­ar og því ekki tíma­bært að sveit­ar­fé­lag­ið seti þetta verk­efni í for­gangs­röð fyrr en frum­kvæði komi frá fjár­fest­um.

      • 5. Ferða­mála­hóp­ur fram­tíð­ar­hóps SSH - nið­ur­stöð­ur201109415

        Ferðamálahópur SSH hefur skilað skýrslu sem hér er lögð fram. Að aflokinni umfjöllun nefndarinnar verður málinu vísað til framtíðarhóps SSH.

        Lagt fram.

        • 6. Verk­efni og starfs­áætlun þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd­ar árið 2012201109430

          Óskað eftir umræðum um verkefni þróunar- og ferðamálanefndar árið 2012.

          Unn­ið að áætlun um helstu verk­efni þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd­ar árið 2012.

          Almenn erindi - umsagnir og vísanir

          • 3. Að­al­skipu­lag 2009-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

            Skipulagsnefnd vísar umsögn Fornleifaverndar til þróunar- og ferðamálanefndar til upplýsingar.

            Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd hvet­ur til að fyr­ir­liggj­andi forn­leif­a­skrán­ing verði yf­ir­farin og end­ur­skoð­uð.  Jafn­framt verði hug­að að fræðslu­skilt­um bæj­ar­ins og gerð sam­an­tekt um ástand þeirra og hug­mynd­ir um þró­un þeirra.

            • 4. Er­indi SSH vegna sókn­aráætl­un­ar201108261

              Bæjarráð samþykkti á fundi 1040. þann 18. ágúst sl. fyrirliggjandi tillögu frá SSH þess efnis að Framtíðarhópur SSH stýri og verði meginkjarni samstarfsvettvangs höfuðborgarsvæðisins og kalli til þátttöku fulltrúa atvinnulífsins og vinnumarkaðarins. Jafnframt samþykkt að óska eftir hugmyndum Þróunar- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar um verkefni í þessu sambandi.

              Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd legg­ur til að unn­ið verði að til­lög­um um verk­efni vegna sókn­aráætl­un­ar.  Til­lög­ur að verk­efn­um verði unn­ar í sam­ráði við bæj­ar­ráð og verði síð­an lögð fyr­ir nefnd­ina.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15