Mál númer 201109264
- 12. október 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #566
Áður á dagskrá 1045. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að koma sjónarmiðum Mosfellsbæjar á framfæri í málinu. Bæjarstjóri fer yfir stöðu málsins á fundinum. Engin frekari fylgiskjöl lögð fram.
<DIV>Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að ekki sé hægt að samþykkja tilboð um kaup eins og það er lagt fram, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 6. október 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1047
Áður á dagskrá 1045. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að koma sjónarmiðum Mosfellsbæjar á framfæri í málinu. Bæjarstjóri fer yfir stöðu málsins á fundinum. Engin frekari fylgiskjöl lögð fram.
Til máls tóku: HSv, HS, JJB, JS, BH og KT.
Bæjarstjóri fór yfir erindið og sagði frá samræðum við bréfritara vegna tilboðs hans um kaup á hlut Mosfellsbæjar í óskiptu landi Laxnes I.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að samþykkja tilboð um kaup á hlut Mosfellsbæjar í óskiptu landi Laxnes I eins og það er lagt fram.
- 28. september 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #565
<DIV>Afgreiðsla 1045. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að koma sjónarmiðum bæjarins á framfæri, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 22. september 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1045
Til máls tóku: HS, HSv, JJB, JS, BH og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að koma sjónarmiðum bæjarins á framfæri.